Yfirfullar tunnur EKKI losaðar. Tilkynning frá Íslenska gámafélaginu.

Í næstu viku er fyrirhugað að losa almennt sorp frá heimilum í Fjallabyggð . GRÁA TUNNU. Nú vinnur Íslenska Gámafélagið eftir tilmælum frá Umhverfisstofnun og Landlæknisembættinu hvað varðar meðhöndlun og förgun úrgangs (sjá neðar).

Íslenska gámafélagið bendir á að nú þegar séu í einhverjum tilvikum gráar tunnur orðnar yfirfullar bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Eflaust á þeim eftir að fjölga áður en losun hefst.

Íslenska gámafélagið vill ítreka við íbúa og húseigendur Fjallabyggðar að í ljósi þeirra vinnureglna sem unnið er eftir í dag verða tunnur sem eru yfirfullar þ.e. lokið farið að opnast eða pokar við hliðina á tunnum, EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn ÍG að forðast snertingu við allt sorp.

Tilmæli frá Umhverfisstofnun og Landlæknisembættinu hvað varðar meðhöndlun og förgun úrgangs sem Íslenska Gámafélagið vinnur eftir.

Samkvæmt  leiðbeiningum þá skal m.a. forðast alla snertingu við sorp, ekki má yfirfylla tunnur, íbúar skulu sjálfir skila yfirfullu sorpi á gámasvæði o.s.frv. Ekki verður hægt að fjarlægja sorp frá heimilum með yfirfullar tunnur.

  • Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur.
  • Smitaðir einstaklingar þurfa sérstaklega að gæta þess að snýtibréf fari í vel lokuðum pokum í Gráu tunnuna fyrir almennt sorp.
  • Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á gámasvæði.
  • Flokkun á endurvinnsluhráefni helst óbreytt enn sem komið er.


Þessi tilmæli eru til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk okkar þurfi að snerta sorpið og til að draga úr smithættu.

Sjá nánar hér neðar og vefsíðu UST

https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/03/06/Neydarstig-vegna-COVID-19/