Úthlutun úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar úthlutaði í gær þátttökuframlögum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar 2008-2010. Þetta er önnur úthlutun af þremur á þessu ári. Á samningstímanum er varið 90 milljónum króna úr ríkissjóði í þeim tilgangi að efla nýsköpun atvinnulífsins á Eyjafjarðarsvæðinu og auka hagvöxt með samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Vaxtarsamningurinn samþykkti að þessu sinni þátttöku í 9 verkefnum og ver til þeirra samtals 7.450.000 kr.
Meðal þeirra sem hlutu styrk voru SiglÓl ehf, MarinAgra ehf. og Rannsóknarstofa í hagnýtri örverufræði við HA sem fengu 1.000.000 kr. styrk til þróunar á vöru í matarpakka til nota við fyrstu neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Hægt er að skoða úthlutunina nánar hér.