Unglingameistaramót á skíðum

Merki unglingameistaramótsins
Merki unglingameistaramótsins
Unglingameistaramót Íslands á skíðum fer fram í Ólafsfirði og á Dalvík um næstu helgi. Það eru Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Dalvíkur sem í sameiningu sjá um framkvæmd mótsins. 
Mótssetning verður í Ólafsfirði kl. 19:00 fimmtudaginn 27. mars. 
Í Ólafsfirði verður keppt í göngu á föstudag og hefst keppni kl. 12:00.  Á laugardaginn verður keppt í svigi og hefst keppni kl. 10:00 og jafnframt verður keppt í skíðagöngu, frjálsi aðferð, og hefst sú keppni kl. 11:30.
135 keppendur eru skráðir til leiks, 27 í skíðagöngu og 108 í alpagreinum. Töluverð aukning er á milli ára í skíðagöngu sem er ánægjuleg þróun.
Dagskrá mótsins í heild sinni má sjá hér.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu mótsins.


Það verður líf og fjör á skíðasvæði Ólafsfirðinga, Tindaöxl, um næstu helgi.