Umsókn um starf leiðbeinanda við félagsmiðstöðina Neon

Fjallabyggð auglýsir eftir leiðbeinendum til að starfa við félagsmiðstöðina Neon veturinn 2019-2020. Um er að ræða tímabundna ráðningu á tímabilinu 15. september 2019 - 10. maí 2020.

Menntunar og hæfniskröfur:

Leitað er að einstaklingum 22 ára og eldri sem hafa;

  • ríka þjónustulund,
  • góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði,
  • góða hæfni í mannlegum samskiptum
  • reynslu og/eða ánægju að því að vinna með unglingum.

Ráðnir verða 4 leiðbeinendur og verður einn þeirra með umsjón með starfinu.

Umsjónarmaður þarf auk áðurnefndra hæfniþátta að hafa:

  • stúdentspróf eða sambærilega menntun.
  • menntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldisfræði, kennslufræði eða viðburðastjórnunar er kostur eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Umsækjendur þurfa að gefa leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Frekari upplýsingar um störfin:

Leiðbeinendur sjá um að skipuleggja og undirbúa dagskrárliði undir stjórn umsjónarmanns og vinna við leiðsögn og gæslu á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar. Umsjónarmaður á samvinnu við unglinga í Neonráði og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Umsjónarmaður vinnur einnig á opnunartíma félagsmiðstöðvar. Reiknað er með að hver leiðbeinandi vinni að jafnaði við eina opnun í viku.

Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar er tvö kvöld í viku, miðvikudag og föstudag kl. 20.00-22.00. Vinnutími á vakt er að jafnaði 19:30 – 22:30. Einstaka sinnum er viðvera meiri í tengslum við viðburði eða ferðir.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 464 9116, netfang: rikey@fjallabyggd.is.

Umsækjendur sæki um rafrænt á Mín Fjallabyggð í síðasta lagi miðvikudaginn 4. september 2019.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá eða yfirlit yfir menntun og fyrri störf ásamt nöfnum tveggja umsagnaraðila.