Tilkynning vegna losunar á spilliefnum

Borið hefur á því að það finnist olíu/bensínlykt upp úr niðurföllum í íbúðarhúsum núna síðustu daga. Þetta hefur áður gerst og orsakavaldur ekki fundist. Af þessu tilefni eru bæjarbúar beðnir að gæta þess að ekki fari spilliefni í niðurföll innandyra sem utan og ef losna þarf við spilliefni þá skal afhenta þau á gámasvæðum Fjallabyggðar.