Tilkynning til kattareigenda í Fjallabyggð

Kattareigendur í Fjallabyggð eru hvattir til að huga vel að því að kettirnir þeirra séu bæði merktir og skráðir hjá Fjallabyggð. Ef kettir eru án kattaleyfis eru eigendur beðnir um að ganga frá því á næstu dögum.
Í maí verða óskráðir kettir fangaðir og vistaðir í áhaldahúsi. Í samræmi við 14.gr samþykktar um kattahald í Fjallabyggð skal eigandi kattar sem fluttur er í kattageymslu vitja hans innan 7 daga og greiða áfallinn kostað vegna handsömunar, fóðurs og vistunar. Ef kattar er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun, er heimilt að ráðastafa honum til nýs eiganda með áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hann aflífaður.

Sótt er um leyfi til kattahalds á skrifstofu eða heimasíðu Fjallabyggðar. Ábyrgðatrygging þarf að fylgja umsókn um kattaleyfi.

Dýraeftirlit Fjallabyggðar