Takmarkanir á starfsemi stofnana Fjallabyggðar vegna Covid-19 - Fréttin verður uppfærð

Ólafsfjarðarvatn
Mynd: Ida M. Semey
Ólafsfjarðarvatn
Mynd: Ida M. Semey

Hér verða birtar takmarkanir sem kunna að verða á starfsemi stofnana Fjallabyggðar vegna Covid-19.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur frá og með deginum í dag, 16. mars, í þeirri von að hægja megi á útbreiðslu COVID-19. Þar er átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman og ná takmarkanirnar til landsins alls. Auk þess þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum á öllum viðburðum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar.

Þá hefur verið ákveðið að takmarka skólastarf í fjórar vikur frá og með deginum í dag 16. mars. Kennsla í háskólum og framhaldsskólum skal felld niður um allt land. Í leik- og grunnskólum verður sett á hámark á fjölda nemenda í kennslu í sömu stofu og tryggt að nemendur séu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og mögulegt er. 

Leiðbeiningar vegna COVID-19 Íbúar Fjallabyggðar eru eindregið hvattir til að tileinka sér þær.

Einnig er íbúum bent á að embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri og Almannavarnardeild hafa opnað nýjan vef https://www.covid.is/  þar sem finna má góð ráð og allar tölulegar upplýsingar.

Hér fyrir neðan er að finna upplýsingar til allra íbúa, aðstandenda og gesta í Fjallabyggð og verða þær upplýsingar uppfærðar eftir því sem við á hverju sinni.

Hjúkrunarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði 

Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að loka Hornbrekku fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir.

Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!

Nú er staðfest að smit vegna kórónaveirunnar hafa borist á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar sem íbúar Hornbrekku eru flestir aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.

Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilisins veikist af kórónaveirunni. Okkur þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun en þetta er gert með velferð íbúanna okkar að leiðarljósi og biðjum við fólk að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. Ljóst er að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki.  Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingjum eins íbúa til annars íbúa.

Jafnframt fellur niður félagsstarf fyrir einstaklinga utan úr bæ og er umferð allra annarra en nauðsynlegs starfsfólks á vakt takmörkuð inn á heimilið. Það á sem dæmi við um birgja með vörur, iðnaðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilin og hafa verið gerðar sérstakar reglur um það.

Aðstandendum er bent á að hafa samband við Birnu Björnsdóttur hjúkrunarforstjóra í síma 466-4060 eða 663-5299

Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.

Heimilið að Lindargötu 2 Siglufirði  

Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að loka heimilinu að Lindargötu 2 fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir.

Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!

Nú er staðfest að smit vegna kórónaveirunnar hafa borist á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar sem íbúar heimilisins eru flestir aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.

Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilisins veikist af kórónaveirunni. Okkur þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun en þetta er gert með velferð íbúanna okkar að leiðarljósi og biðjum við fólk að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. Ljóst er að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki.  Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingjum eins íbúa til annars íbúa.

Jafnframt er umferð allra annarra en nauðsynlegs starfsfólks á vakt takmörkuð inn á heimilið. Það á sem dæmi við um birgja með vörur, iðnaðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilin og hafa verið gerðar sérstakar reglur um það.

Aðstandendum er bent á að hafa samband við Bryndísi Hafþórsdóttur forstöðuþroskaþjálfa í síma 467-1217 eða 866-1976

Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.

Iðjan – dagþjónusta fyrir fatlað fólk Siglufirði

Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að loka Iðju – dagþjónustu fyrir fatlað fólk frá og með 11. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í kjölfar tilmæla  sóttvarnarlæknis og landlæknis eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þar sem þjónustuþegar eru aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.

Þjónustuþegum er veitt einstaklingsþjónusta eftir þörfum.

Heilsa og velferð þjónustuþega þarf alltaf að vera í forgangi!

Þjónustuþegum eða aðstandendum þeirra er bent á að hafa samband við Ólínu Þórey Guðjónsdóttur deildarstjóra í síma 861-5833

Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.

Dagdvöl og félagsstarf aldraðra á Siglufirði

Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að leggja niður skipulagt félagsstarf aldraðra frá og með 11. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í kjölfar tilmæla  sóttvarnarlæknis og landlæknis eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þar sem þjónustuþegar eru aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.

Á þetta við um starfsemi í íþróttahúsi, boccia og sundleikfimi. Myndasýningar, bingó, línudans, félagsvist, bridge og samverustund með sóknarpresti í Skálarhlíð.

Dagdvöl verður áfram starfrækt í Skálarhlíð og þjónustuþegum veitt einstaklingsþjónusta eftir þörfum.

Þjónustuþegum og aðstandendum er bent á að hafa samband við Helgu Hermannsdóttur í síma 467-1147 eða 898-1147.

Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.

Félagsstarf aldraðra í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði

Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að leggja niður skipulagt félagsstarf aldraðra frá og með 11. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í kjölfar tilmæla  sóttvarnarlæknis og landlæknis eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þar sem þjónustuþegar eru aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.

Á þetta við um starfsemi í íþróttahúsi, boccia og sundleikfimi. Hádegismat, handavinnu, spilavist, bingó og línudans í Húsi eldri borgara. 

Þjónustuþegum er veitt einstaklingsþjónusta eftir þörfum.

Þjónustuþegum og aðstandendum er bent á að hafa samband við Gerði Ellertsdóttur í síma 864-4887.

Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.

Heimaþjónusta og önnur stoðþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta, heimsendur matur, þrif og liðveisla verður áfram veitt með óbreyttu fyrirkomulagi. Komi til veikinda starfsfólks í þrifum og liðveislu gæti þurft að forgangsraða þjónustu eða leggja hana niður tímabundið.

Þjónustuþegum og aðstandendum er bent á að hafa samband við Helga Helgadóttur eða Hjört Hjartarson í síma 464-9100

Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.

Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar - UPPFÆRT 23. MARS

Samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna samkomubanns skal loka öllum söfnum á tímabilinu 24. mars - 12. apríl. Þetta þýðir að Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lokar frá og með morgundeginum á meðan á samkomubanni stendur.

Fjallabyggðahafnir

Afgreiðslur hafnarvoga Fjallabyggðar verða lokaðar öllum nema starfsmönnum um óákveðinn tíma. Þjónusta hafnanna verður óbreytt og öllum erindum svarað á netfangið: hofn@fjallabyggd.is og í síma hafnanna.

Síminn á hafnarvoginni Gránugötu 5 b á Siglufirði er 464-9177, farsími 852-2177, fax 464-9179 
Síminn á hafnarvoginni Námuvegi 1 í Ólafsfirði er 466-2184, farsími 861-8839, fax 466-2284

Íþróttamiðstöðvar - UPPFÆRT 23. MARS

Lokun Sundlauga, líkamsrækta og íþróttasala Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.

Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti annað kvöld. Takmörkun á skólahaldi verður óbreytt.

Sóttvarnalæknir hefur haft þessar aðgerðir til skoðunar síðustu daga, með hliðsjón af þróun mála hér á landi, tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og í ljósi aðgerða annarra ríkja. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um frekari takmarkanir eins og sóttvarnalæknir leggur til á sér stoð í 12 gr. sóttvarnalaga.

Í ljósi þessa hefur verið tekið sú ákvörðun að loka sundlaugum, líkamsræktum og íþróttasölum Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar á meðan á samkomubanni stendur. Lokunin tekur gildi frá og með sunnudeginum 22. mars 2020. 

Leikskólar 

Ljóst er að töluverð breyting er á starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar. Minnka þarf fjölda barna á sumum deildum til að skapa svigrúm til að skipta börnum í minni hópa og hindra samgang milli deilda.

Nú hafa nokkuð margir foreldrar gefið sig fram sem geta haft börn sín heima þessa fyrstu viku. Þessum foreldrum er þakkað sérstaklega og er ómetanlegt að finna samhug meðal foreldra í þessum erfiðu aðstæðum. Staðan hvað varðar barnafjölda á deild verður endurmetin á föstudag fyrir næstu viku.

Farið hefur verið yfir leikfangakost og honum skipt upp svo hvíla megi hvern skammt í a.m.k. tvo daga milli þess sem hann er notaður – efniviður sem þykir alveg ómissandi t.d. á yngstu deildinni verður sótthreinsaður daglega.

Daglegt starf er allt endurskoðað með það fyrir augum að auka þrif og sótthreinsun og minnka snertingu eins og hægt er í þessum aðstæðum. Upplýsingar hafa verið sendar á foreldra um hvernig starfinu verður háttað og umgengnisreglur til að fara eftir þegar komið er með börn og þau sótt.

Bæjarskrifstofan - UPPFÆRT 16. MARS

Samkvæmt áætlun Fjallabyggðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Siglufirði frá og með þriðjudeginum 17. mars 2020.

Skrifstofa sveitarfélagsins verður áfram opin á hefðbundnum tíma, þ.e. alla virka daga, frá kl. 09:30-15:00 en með mjög takmörkuðu aðgengi gesta. Þangað er hægt að hringja á opnunartíma í síma 464 9100 til að fá samband við starfsmenn Ráðhússins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is. Starfsfólk í afgreiðslu mun leiðbeina og leitast við að leysa úr þeim málum sem um er að ræða í hverju tilviki.

Sú tímabundna ráðstöfun verður tekin upp að þeir sem þurfa af brýnni nauðsyn að hitta einhvern starfsmann Ráðhússins þurfa að panta tíma hjá móttöku í síma 464 9100 eða með því að senda tölvupóst á viðkomandi starfsmann. Upplýsingar um netföng starfsmanna má finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.fjallabyggd.is.

Með þessu er leitast við að lágmarka umgang um húsið, bæði gesta og starfsfólks. Tilhögun þessi gildir þar til annað hefur verið ákveðið.

Íbúum er bent á að margvíslegar upplýsingar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.fjallabyggd.is, og að einnig er hægt að sækja um ýmsa þjónustu í gegnum íbúagátt sem er að finna á síðunni.

Framangreindar ráðstafanir eru í þeim tilgangi að draga eftir mætti úr smithættu og tryggja sem best að starfsemi og þjónusta haldist órofin. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunna að fela í sér fyrir íbúa og aðra.

 Vakin er athygli á að netfangaskrá starfsmanna er á heimasíðu Fjallabyggðar.

Minnt er á að hægt er að senda inn algengustu umsóknir er varða þjónustu bæjarins á minarsidur.fjallabyggd.is.

Grunnskóli

Skipulag næstu daga.

1. – 7. bekkur
  • Kennt verður í 1. – 7. bekk alla daga   frá kl 08:30-12:30
  • Skólaakstur fellur niður og verða nemendur því í kennslu í sínum byggðarkjarna.
  • Kennt verður í hópum og ákveðnir starfsmenn stýra allri vinnu með hverjum hópi fyrir sig. Ekki verður samgangur á milli hópa og reynt að afmarka hvern stað fyrir sig í skólabyggingunum. Sundkennsla og íþróttir verða ekki með hefðbundnu sniði, þeir starfsmenn sem munstraðir eru á hvern hóp sjá um allt uppbrot, frímínútur og hádegismat.

Tjarnarstígur:

1. og 2. bekkur verða saman
3. bekkur, 4. bekkur og 5. bekkur verða stakir hópar hver
6. og 7. bekkur verða saman.

Norðurgata:

1. bekkur, 2. bekkur, 3. bekkur, 4. bekkur, 5. bekkur verða stakir hópar hver
6. og 7. bekkir verða saman

Hádegismatur verður ekki borinn fram í matsal heldur tekur hver hópur mat í sinni stofu. Ekki verður boðið upp á hafragraut á þessu tímabili. Mælst er til að nemendur hafi vatnsbrúsa með sér í skólatöskunni.

Nemendur verða ekki saman í frímínútum nema innan árgangs og þá á skilgreindum svæðum. Hver bekkur sér. Það verða því ekki venjulegar frímínútur heldur skipulögð útivera með kennara.

Frístund og Lengd viðvera fellur niður.

Ekki verður hægt að bjóða upp á frístund, né lengda viðveru á meðan þetta ástand varir en þeir foreldrar sem þegar hafa greitt fyrir lengda viðveru munu eiga það inni.

Nemendahópar ganga ekki allir inn á sama stað heldur munum við nýta neyðarútganga og allar að komur í húsið sem hægt er og í sumum tilfellum þurfa nemendur að koma á misjöfnum tíma að skólahúsinu og þá beint að þeim inngangi sem þeim er vísað á þar sem að starfsmaður þeirra hóps tekur á móti þeim. Mjög brýnt er að foreldrar virði þær tímasetningar og nemendur komi ekki að skólahúsinu fyrr en á þeirra tíma og alls ekki að þeir blandist í leik á skólalóð.  Skór og útifatnaður verður aðgreindur eins og hægt er og skólahúsnæðið ekki opið eins og alla jafnan.

8. – 10. bekkur - fjarkennsla

Til þess að geta haldið úti skóla alla daga og tekið á móti nemendum þannig að rúmt sé um þá og starfsfólk hefur verið ákveðið að unglingastig, (8.-9. -10.)  muni taka sitt nám í fjarkennslu.  Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að nemendur nota google classroom og  verða að vera skráðir inn frá kl. 8:30 - 12:00 til að fá mætingu.  Inn á google classroom – fjarkennsla 8.-10. bekkur, verða leiðbeiningar um innskráningu og verkefni.

Viðfangsefnin verða fjölbreytt, nemendur þurfa að hafa einhverjar kennslubækur en einnig verður námsefni á vef. Kennarar á unglingastigi verða til taks á þessu  tíma inn á vefnum og í samskiptum við nemendur og einnig verður hægt að senda skilaboð í tölvupósti, messenger eða öðru sem hentar. Þetta fyrirkomulag er í þróun og gæti tekið breytingum. Umsjónarkennarar unglingastigs munu verða í sambandi við sína nemendur og foreldra. Nemendur í unglingadeild sem þegar hafa greitt fyrir mat sinn í  mars munu eiga það inni.

Umgengni um skólahúsin takmörkuð

Takmörkuð umgengni verður um skólahúsin og biðjum við foreldra og aðra sem þurfa að ná á okkur að hafa samband með öðrum hætti.

Frekari upplýsingar um starfsfólk á hverri stöð, mætingu og innkomu í skólahúsið verða sendar með sérstökum pósti á viðkomandi bekki/hópa. 

Við vonumst til að keyra þetta skipulag til að byrja með og höfum sett allt starfsfólk okkar undir en það má lítið út af bregða svo ekki verði hægt að standa við þetta og áskiljum við okkur rétt  til að gera breytingar með skömmum fyrirvara ef þörf er á.

Tónlistarskólinn

Nokkrar breytingar verða á starfsemi Tónlistarskólans vegna COVID 19. veirunnar.

Tónlistarskólinn fellir niður vegna samkomubanns alla tónleika, tónfundi, hóptíma, tónfræði, samspil, frístund og hljómsveitarstarf um óákveðinn tíma frá mánudeginum 16. mars, þangað til annað verður ákveðið.

Einkakennsla verður samkvæmt stundaskrá og breytist ekki hjá nemendum skólans í Dalvíkurbyggð, en í Fjallabyggð verða kennarar með kennslu þar sem nemendur eru staðsettir. Kennsla breytist hjá nokkrum nemendum til að minnka að kennarar skólans séu að fara á margar starfsstöðvar í viku.

Ráðstafanir um þrif hafa verið hertar í skólanum, allir sem koma inn í skólann eiga að byrja að þvo sér um hendur áður en farið er inn í stofu og handhreinsivökvi staðsettur í öllum stofum. Kennarar sjá um að þrífa hljóðfærin á milli nemenda og síðan eru allir sameiginlegi snertifletir þrifnir á hverjum degi, sem og með öðrum þrifum.

Ef upp kemur grunur um COVID smit meðal nemenda tónlistarskólans, er þeim bent á að hafa tafarlaust samband við upplýsingasíma 1700 og leita sér upplýsinga á vefsíðunni www.covid.is.

Ef að koma upp spurningar hjá foreldrum eða forráðamönnum þá endilega hafið þið samband í síma 898-2516 (Maggi) eða 848-9731 (Valdi) og ef að koma upp veikindi hjá nemendum að láta skólann vita.