Sumarlestur á bókasafninu

Frá bókasafninu
Frá bókasafninu
Á Bókasafni Fjallabyggðar stendur yfir lestrarátak fyrir krakka, svokallaður sumarlestur. Átakið hófst 3. júní og stendur til 15. ágúst. 
Þetta er EKKI keppni heldur er með þessu verið að hvetja börn til lesturs. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og glaðning að lestri loknum sem afhent verður á bókasafninu eftir 15. ágúst. Nú er um að gera að hvetja börnin til að koma á bókasafnið og ná sér í bækling þar sem þau fylla út upplýsingar um hvaða bækur þau lesa og fá stimpil hjá bókasafninu þegar bókum er skilað.