Styrkur til Regnbogabarna

Nýlega afhenti Mogomusic ehf í Ólafsfirði og Þórarin Hannesson á Siglufirði, Regnbogabörnum 400.000 kr. að gjöf. Gjöfin er til komin vegna sölu á geislaplötunni Dyggðirnar sem inniheldur 15 lög eftir Þórarin Hannesson með textum eftir Herdísi Egilsdóttur. Textarnir eru úr bókunum Betri skapgerð sem Listfengi ehf. gefur út og eru m.a. notaðar í mörgum af grunn- og leikskólum landsins. Platan var hljóðrituð hjá Mogomusic. Magnús G. Ólafsson sá um útsetningar og stjórnaði upptökum. Trausti Már Ingólfsson hljóðblandaði. Þórarinn syngur ásamt fjórum börnum frá Siglufirði, þeim Bjarna Mark Antonssyni, Karenu Ósk Jónsdóttur, Patreki Þórarinssyni og Rebekku Rut Ingvarsdóttur. Gunnlaugur Helgason sá um bassaleik og raddir, Trausti Már um trommuleik og Magnús G. Ólafsson um annan hljóðfæraleik og raddir. Platan er fyrir börn á öllum aldri og boðskapur textanna er öllum hollur. Platan var eins og fyrr segir gefin út til styrktar samtökunum Regnbogabörnum og seld í símasölu.