Startup Tourism

Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall sem er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring.

Sérstök vinnusmiðjan verður haldin á Akureyri dagana 20.-21. nóvember nk. Þar gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér Startup Tourism frekar, móta viðskiptahugmyndir sínar og mynda teymi. Ekki er nauðsynlegt að vera með viðskiptahugmynd til að taka þátt í vinnusmiðjunum.
Dagskrá hefst kl. 13:00 fyrri daginn og lýkur um kl 18:00. Gera má ráð fyrir að vinnusmiðjan standi yfir frá kl. 9:00 - 17:00 seinni daginn.

Á vinnusmiðjunum verður farið yfir helstu þætti við mótun viðskiptahugmynda, gagnleg tól og tæki við stofnun fyrirtækja, mikilvægi hönnunar við þróun viðskiptahugmynda og lykilatriði við sölu og markaðssetningu á sviði ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur nýti tímann einnig til að vinna að hugmyndum sínum.

Þátttaka í vinnusmiðjum stendur áhugasömum til boða frítt en nauðsynlegt er að skrá sig á vefsíðu Startup Tourism, startuptourism.is,
Nánari upplýsingar veitir: Oddur Sturluson verkefnastjóri hjá Klak Innovit oddur@innovit.is

Startuptourism vinnusmiðja