Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Afmörkun svæðis
Loftmynd úr kortagrunni Fjallabyggðar
Afmörkun svæðis
Loftmynd úr kortagrunni Fjallabyggðar

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. apríl s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. að skilgreina lóðir fyrir mismunandi starfsemi, bæta öryggi þeirra sem fara um hafnarsvæðin, skilgreina helstu umferðarleiðir akandi og fótgangandi og bæta umhverfi og ásýnd svæðisins.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og hér:

Skipulagslýsing

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir 3. maí nk.