Aðgangur að afgreiðslu bæjarskrifstofu Fjallabyggðar takmörkuð

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna og reglna um 10 manna hámarksfjölda í sama rými, sem tóku gildi á miðnætti 25. mars verður afgreiðsla bæjarskrifstofu lokuð fyrir utanaðkomandi heimsóknir til og með 15. apríl nk. en öll starfsemi er óskert.

Aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti

Skiptiborð bæjarskrifstofu er opið samkvæmt auglýstum opnunartíma og eru íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi við skrifstofuna hvattir til að hafa samband í síma 464-9100, senda tölvupóst á  fjallabyggd@fjallabyggd.is eða beint á netföng starfsmanna. Athugið að hægt er að bóka viðtalstíma hjá starfsmönnum ef erindið er brýnt og nauðsyn krefst.

Áfram verður lögð áhersla á að tryggja sem besta þjónustu meðan þetta ástand varir.

Ítarlegar upplýsingar um starfsemi og starfsmenn sveitarfélagsins er að finna á www.fallabyggð.is. 
Umsóknir og gögn má einnig nálgast á RAFRÆN FJALLABYGGР(Opnast í nýjum vafraglugga).

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Frekari upplýsingar um þróun faraldursins og bólusetningar má finna á www.covid.is. Þar má einnig finna upplýsingar um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi sem og leiðbeiningar.

Að lokum eru íbúar hvattir til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fylgja gildandi sóttvarnarráðstöfunum í hvívetna.

Við erum öll almannavarnir!