Opnunartími sundlauga verður lengdur til reynslu á þriðjudögum og fimmtudögum

Mynd: Magnús A. Sveinsson
Mynd: Magnús A. Sveinsson

Ákveðið var á 75. fundi Fræðslu- og frístundanefndar að lengja opnunartíma sundlauga á þriðjudögum og fimmtudögum til kl. 20:30 á Siglufirði og til kl. 20:00 í Ólafsfirði. Tillöguna lagði fram Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. 

Breytingin tekur gildi þriðjudaginn 15. október nk.