Ólöf Birna Blöndal opnar einkasýningu í Ráðhússalnum

Ólöf Birna Blöndal opnar einkasýninguna "Þótt líði ár og öld"  í Ráðhússalnum Gránugötu 24 á Siglufirði  laugardaginn 19. maí kl. 14:00. Allir velkomnir.

Sýningin er haldin í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu föður Ólafar Birnu, Óla J. Blöndal en hann lést í nóvember 2005. Óli J. Blöndal starfaði lengst af sem verslunarmaður á Siglufirði. Hann vann síðustu starfsár sín sem forstöðumaður Bókasafns Siglufjarðar. Hann starfaði við bókasafnið til ársins 1996. Á þeim árum bættust veigamiklir starfsþættir við safnið m.a. tók það að sér vörslu Héraðsskjalasafns og komið var upp tónlistardeild. Óli var frumkvöðull að því að hefja minningu séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds til vegs og virðingar með stofnun sérstakrar minningarstofu um hann í Bókasafni Siglufjarðar. 

Ólöf Birna er ein af stofnfélögum Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs, meðlimur í Félagi íslenskra myndlistarmanna (FÍM) og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Ólöf Birna hefur haldið fjölda einkasýninga á Austurlandi og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Sýningunni lýkur laugardaginn 11. júní nk. .

Opnunardagar hvítasunnuhelgina 19. - 21. maí verða eftirfarandi:
19. maí frá kl. 14:00-17:00
20. maí (100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar) frá kl. 11:00-14:00
21. maí frá kl. 11:00-17:00

Sýningin verður einnig opin frá 22. maí - 11. júní frá kl. 14:00 – 17:00