Nýtt upplýsinga- og götukort við innkomu inn í Ólafsfjörð

Í gær settu starfsmenn Skiltagerðarinnar í Ólafsfirði upp nýtt upplýsinga- og götukort við innkomuna inn í Ólafsfjörð nánar tiltekið við útsýnisstaðinn gengt Brimnesi. Á kortinu má finna upplýsingar um helstu þjónustustaði í Ólafsfirði. 

Við þökkum samfélaginu Ó TAKK - Ólafsfjarðar TAKK fyrir að lífga upp á skiltið með broskallinum sem tekið hefur á móti fólki við innkomuna í Ólafsfjörð.

Hér má nálgast kortið á pdf-formati.

Gamla kortið

Nú er búið að setja upp nýtt kort sem leysir ÓLÓ-brosmerkið af hólmi.