Málþing um myndlist í Fjallabyggð

Alþýðuhúsið
Alþýðuhúsið

Laugardaginn 30. jan. kl. 14:00 – 16:30 efnir Alþýðuhúsið á Siglufirði til málþings um myndlist í Fjallabyggð.

Á undanförnum fimm árum hefur sýningarhald, fyrirlestrar, kennsla, samstarfsverkefni og heimsóknir listamanna til Fjallabyggðar stóraukist og vegna tilkomu Listhússins á Ólafsfirði, Menntaskólans á Tröllaskaga, Herhússins á Siglufirði og Alþýðuhússins á Siglufirði, hafa opnast nýjir og áhugaverðir möguleikar í bæjarfélaginu. Starfsemi þessi kemur sem viðbót við annars ágætis sýningarhald á vegum Rauðku, Síldarminjasafnsins, sal Ráðhússins á Siglufirði og annara einkaaðila/gallerýa. Einnig hefur Herhúsið verið í notkun síðan 2005.

Alla jafna eru myndlistasýningar í Kompunni Alþýðuhúsinu, Herhúsinu í lok listamannadvalar, í Listhúsinu og gjörningar í sal Alþýðuhússins.
Í bæjarfélaginu eru 6-8 erlendir og innlendir listamenn í gestavinnustofum á hverjum tíma og fjölgar upp í 25 manns í ákveðnum verkefnum nokkrum sinnum á ári. Fjöldi manns eru í listnámi og ýmsar uppákomur og sýningar í öðrum sölum af og til.
Gestum fer fjölgandi ár frá ári sem einnig kunna æ betur að meta blómlegt listalíf.

Ýmsir listamenn sem dvalið hafa um stund við verkefni í bæjarfélaginu hafa fest kaup á húsnæði og aðrir koma reglulega til lengri eða skemmri dvalar.
Fjöldi listamanna sem stunda list sína fullu starfi eru búsettir eða eiga hús í Fjallabyggð og setja svip sinn á samfélagið.

Á þessu málþingi verður fókusinn á myndlist, Gott verður að fá einhverskonar heildarmynd yfir það sem í boði er, umfang, stöðu og hvert stefnir.

Dagskráin er sem hér segir, með fyrirvara um einhverjar mín. til og frá.

kl. 14:00 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir , Alþýðuhúsið- Kompan, að koma heim.
kl. 14:15 Lára Stefánsdóttir, Listnám í heimabyggð.
kl. 14:30 Steinunn María Sveinsdóttir, Myndlist í Fjallabyggð.
kl. 14:45 Alice Liu, From 1 to 25: the development of Listhus in 5 years.
kl. 15:00 Kaffiveitingar
kl. 15:15 Logi Már Einarsson, Myndlist og samfélag.
kl. 15:30 Arnar Ómarsson, Reitir.
kl. 15:45 Guðný Róbertsdóttir, Herhúsið.
kl. 16:00 Opnar umræður.

Málþingið er öllum opið, og eru allir hvattir til að taka þátt sem láta sig málið varða. Ekkert þátttökugjald.

Allar upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091


Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Egilssíld og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.