Kynning á niðurstöðum ytra mats á Leikskóla Fjallabyggðar

Kynningarfundur um niðurstöður ytra mats á Leikskóla Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnaborg miðvikudaginn 17. janúar kl. 17:00

Á fundinum kynna þær Kolbrún Vigfúsdóttir og Sigrún Einarsdóttir, matsaðilar á vegum Menntamálastofnunar, skýrslu um niðurstöðurnar.

Fundurinn er ætlaður starfsfólki leikskólans, foreldrum leikskólabarna, bæjarstjórn og fræðslu- og frístundanefnd.

Að framsögn lokinni svara matsaðilar fyrirspurnum. Reiknað er með að fundartími verði um 1 ½ klst.