Kjördeildir í Fjallabyggð laugardaginn 14. maí nk.

Við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir :

Ólafsfjörður - Tjarnarborg

Þar kjósa íbúar með lögheimili í Ólafsfirði – kjörfundur hefst kl. 10:00.

Siglufjörður – Ráðhús

Þar kjósa íbúar með lögheimili á Siglufirði – kjörfundur hefst kl. 10:00.

Kjörfundi má slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er samþykk því, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.

Kjörfundi skal slitið eigi síðar er kl. 22:00.

Unnt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum Sýslumanns Norðurlands eystra, sjá upplýsingar um opnunartíma á vef sýslumanna.

Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í ráðhúsinu á Siglufirði og hefst talning kl. 23.00 nema aðstæður breytist.

Yfirkjörstjórn.