Jólamarkaðir og jólatré

Kveikt verður  jólatrénu í Ólafsfirði laugardaginn 29. nóvember kl. 16:00 og  á Siglufirði sunnudaginn 30. nóvember  kl. 16:00.
Jólamarkaður verður í og við Tjarnarborg laugardaginn 29. nóvember milli kl. 13:00-16:30  Panta þarf jólahúsin og borðin tímanlega. 

Laugardaginn 13. desember verður skemmtileg stemming við tjörnina í Ólafsfirði. Jólagleði með ljúfum tónum og jólahúsin opin. Reyktur lax, hangikjöt, ljúfengar ristaðar hnetur ofl. Þeir sem vilja leigja jólahús þurfa að gera það tímanlega. (ATH þessi viðburður er háður veðri). 

Þeir sem hafa hug á því að fá borð eða jólahús leigt þessa laugardaga vinsamlegast hafi samband við Önnu Maríu, forstöðumann Tjarnarborgar, í síma 853 8020 eða í gegnum netfangið anna@fjallabyggd.is 

Sunnudaginn 30. nóvember verður jólamarkaður í Bláa húsinu á Rauðkutorgi milli kl. 13:00 - 17:00.  Allar nánari upplýsingar gefur Erla Helga Guðfinnsdóttir í síma 467 1550 eða í gegnum netfangið erlahelga@raudka.is