Íbúar Fjallabyggðar orðnir 2000

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Hólmsteinn Ögmundsson.
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Hólmsteinn Ögmundsson.

Samkvæmt Þjóðskrá eru núna akkúrat 2000 íbúar með lögheimili í Fjallabyggð. Þar af eru íslenskir ríkisborgarar 1805 talsins og erlendir ríkisborgarar 195. Meðalaldur íbúa í Fjallabyggð er 43 ár og er elsti íbúinn 98 ára.

Á myndinni má sjá fulltrúa yngstu kynslóðarinnar á fundi bæjarstjóra.