Hornbrekka kallar eftir Bakvörðum til starfa

Kæru íbúar Fjallabyggðar

Okkur á Hornbrekku langar að koma á fót Bakvarðarsveit, fari svo að mikið brottfall verði í hópi starfsmanna.  Við leitum að einstaklingum sem gætu aðstoðað okkur við umönnunar-, eldhús- og ræstingastörf. Einstaklingar sem hafa unnið á Hornbrekku, eða hafa heilbrigðis- / umönnunarreynslu og þeim sem eru hraustir og geta unnið hlutastörf tímabundið.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið nafn og símanúmer á birna@hornbrekka.is. Ef þörf verður á að kalla eftir aðstoð mega þeir sem skrá sig eiga von á símtali.

Með kveðju

Birna Björnsdóttir
Hjúkrunarforstjóri Hornbekku