Haustsýning nemenda MTR

Laugardaginn 13. desember milli kl. 13:00 og 16:00 verður haustsýning nemenda MTR. Á sýningunni verða myndverk nemenda, ljósmyndir og fjöldinn allur af öðrum verkefnum.
Nemendur verða á staðnum og kynna verk sín.
Einnig verur hægt að prófa Oculus Rift búnað skólans og nemendur í Comeníusar verkefni skólans verða með dagatölin sem þau hafa hannað til sölu, en allur ágóði af sölunni hér og hinum þátttökulöndunum mun renna í neysluvatnsverkefni í Afríku á vegum Unicef.
Haustsýning skólans er í framhaldinu aðgengieg á opnunartíma skólans fram að útskrift 20. desember.