Grillveisla fyrir eldri borgara

Mynd: af veraldarvefnum
Mynd: af veraldarvefnum

Kiwanisklúbburinn Skjöldur býður eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu í skógræktinni á Siglufirði kl. 13:00 laugardaginn 15. ágúst n.k.
Grillað verður í Stórarjóðri við árbakkann syðst í skóginum.
Borð og stólar á staðnum svo ekki þarf að standa.
Ljúffengar veitingar og músik.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Ef veður hamlar verður grillið flutt í Skálarhlíð.

Kiwanisklúbburinn Skjöldur, Fjallabyggð.