Grétar Áki Bergsson íþróttamaður Fjallabyggðar 2019

Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Mynd: Guðný Ágústsdóttir

Grétar Áki Bergsson var laugardaginn 28. desember valinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2019.

Grétar Áki er fyrirliði knattspyrnuliðs KF. Fram kemur á síðu ÚíF að Grétar Áki sé mikilvægur hlekkur í liði KF, góður drengur og fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. KF vann sér sæti í annarri deild Íslandsmótsins sem fram fer að ári.

Íþróttaviðurkenning er veitt til íþróttamanns sem hefur náð frábærum árangri í sinni íþróttagrein fyrir íþróttafélag utan Fjallabyggðar. Í ár hlaut Anna Brynja Agnarsdóttir fyrir frábæran árangur í knattspyrnu á árinu 2019, en hún er leikmaður Þórs/KA auk þess að leika með U15 ára landsliðinu.

Björn Þór Ólafsson fékk viðurkenningu fyrir ómetanleg störf að íþróttamálum í Fjallabyggð undanfarna áratugi.

Efnilegasta og besta íþróttafólkið í hverri grein voru eftirtaldir:

Blak:
Ung og efnileg – Anna Brynja Agnarsdóttir
Ungur og efnilegur – Patrick Gabriel Bors
Blakmaður ársins – Ólafur Björnsson
Badminton:
Ung og efnileg – Dómhildur Ýr Gray
Ungur og efnilegur – Hörður Ingi Kristjánsson

Knattspyrna:
Ung og efnileg – Embla Þóra Þorvaldsdóttir
Ungur og efnilegur – Þorsteinn Þorvaldsson
Knattspyrnumaður ársins – Grétar Áki Bergsson 

Hestaíþróttir:
Ung og efnileg – Marlís Jóna Karlsdóttir
Ungur og efnilegur – Hörður Ingi Kristjánsson

Golf:
Ung og efnileg – Sara Sigurbjörnsdóttir
Ungur og efnilegur – Einar Ingi Óskarsson
Kylfingur ársins – Sigurbjörn Þorgeirsson
Skíði:
Ung og efnileg – Amalía Þórarinsdóttir
Ungur og efnilegur – Andri Snær Elefsen
Kraftlyftingar:
Kraftlyftingamaður ársins – Hilmar Símonarson
Skotíþróttir:
Skotmaður ársins – Rögnvaldur Jónsson
Boccia:
Bocciamaður ársins – Sigurjón Sigtryggsson


Valið um íþróttamann Fjallabyggðar 2019 fór fram í Tjarnarborg, Ólafsfirði og eru það Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa saman að valinu. Var athöfnin öll hin glæsilegasta.  Grétar Örn Sveinsson stýrði athöfninni, Margrét Hlöðversdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson fluttu tvö tónlistaratriði, Óskar Þóraðarson flutti ávarp fyrir hönd UÍF og Albert Gunnlaugsson fyrir hönd Skjaldar.

Fjallabyggð bauð upp á veitingar og Siglósport og Siglufjarðarapótek gáfu vinninga í happdrætti sem öll börn sem sóttu hátíðina tóku þátt í.

Fjallabyggð óskar Grétari Áka og öllu því glæsilega íþróttafólki sem verðlaunað var innilega til hamingju.

     

Titilmynd: Guðný Ágústsdóttir
Myndir: Ríkey Sigurbjörnsdóttir