Framkvæmdir við Siglufjarðarhöfn

Framkvæmdir hafa gengið vel við Roaldsbryggju og er verkinu nú lokið. Búið er að steypa landgang við væntanlegan nýjan vesturkant í smábátahöfninni en einhver frestun verður á frekari framkvæmdum þar sem seinkun hefur orðið á afhendingu hluta harðviðarins sem Siglingastofnun pantaði til verksins. Timbrið er væntanlegt samkvæmt nýjustu upplýsingum ekki síðar en 20. september n.k.Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við vesturkantinn ljúki síðar í haust.