Fjarðargangan 2021 - Rafræn í ár

Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur ákveðið að Fjarðargangan 2021 verði rafræn.

Rafræna gangan í ár fer þannig fram að þátttakendur ganga sína vegalengd hvar sem er. Það eina sem keppandi þarft að gera er að senda staðfestingu frá Strava, Garmin, Sport Tracker eða sambærilegu forriti um að viðkomandi hafi lokið sinni vegalengd samkvæmt skráningu á netfangið fjardargangan@gmail.com. Þar með hefur viðkomandi lokið Fjarðargöngunni 2021, fær stimpil í Íslandsgöngu vegabréfið og á möguleika á að detta í lukkupottinn með útdráttarverðlaun.

Þátttakendur eru eindregið hvattir til að senda nafn og heimilisfang til mótshaldara á netfangið fjardargangan@gmail.com svo hægt sé að koma keppnisnúmeri og þátttökuverðlaunum til viðkomandi sem fyrst.

Þar sem gangan er rafræn er fólki heimilt að ganga vegalengdina á tveimur dögum, bæði laugardaginn 13. febrúar og sunnudaginn 14. febrúar.

Fjarðargöngulógóinu verður komið fyrir á sem flestum skíðasvæðum og gefst þá þátttakendum tækifæri til að taka mynd af sér við lógóið í lok göngu.

Fjarðargöngubrautin verður tilbúin á Ólafsfirði fyrir þá sem vilja ganga þar.

Fjarðargangan er stór fjáröflun fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar. Í skilmálum við skráningu í gönguna kemur fram að 50% endurgreiðsla fæst af skráningargjaldinu verði ekki hægt að halda gönguna. Þeir sem þegar hafa greitt og munu ekki taka þátt er bent á að senda upplýsingar þar um til mótshaldara svo hægt sé að endurgreiða þátttökugjaldið.  

Skráning í Fjarðargönguna 2021

Nánari upplýsingar:
Facebook: Fjarðargangan
www.skiol.is