Fjallabyggð heilsueflandi samfélag

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra

Föstudaginn 23. júní sl. var tilkynnt um úthlutun úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2017 og hlaut Fjallabyggð 350 þúsund króna styrk fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag.

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra úthlutaði rúmlega níutíu milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Styrkþegar eru staðsettir um land allt og verkefnin ætluð öllum aldurshópum. Sjá lista yfir verkefni og styrkþega. (Opnast í nýjum glugga).

Við auglýsingu eftir umsóknum árið 2017 var m.a. lögð áhersla á aðgerðir til eflingar geðheilsu, forvarnir gegn sjálfsvígum, áfengis-, tóbaks- og vímuvarnir og verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.

Markmið Lýðheilsusjóðs er að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu. Sjá nánari upplýsingar um Lýðheilsusjóð. (Opnast í nýjum glugga).