Fegrunarátak í Fjallabyggð ER ALLT Í DRASLI ?

Fegrunarátak í Fjallabyggð

ER ALLT Í DRASLI ?

Fjallabyggð setur af stað öflugt sameiginlegt fegrunarátak í Fjallabyggð í sumar undir heitinu ER ALLT Í DRASLI ?“

Markmið átaksins er að hver og einn svari þessari spurningu fyrir sig og bregðist við. Íbúar, stofnanir og fyrirtæki eru hvött til að taka þátt og hreinsa til í sínu nærumhverfi, snyrta lóðir og fasteignir, fjarlægja úrgang, hluti og muni sem geymdir eru utan dyra s.s. bílhræ, vélahluta, veiðarfærabúnað, dekk, plastkör og fleira sem eru lýti á umhverfinu. Einnig verður gert átak í að fækka gámum sem staðsettir eru víða í sveitarfélaginu.

Í góðri samvinnu ykkar íbúa, fyrirtækja og stofnana í Fjallabyggð getum við öll tekið til í okkar nánast umhverfi og þar með gert Fjallabyggð enn fegurri.

Móttaka fyrir úrgang er á gámasvæðum í báðum byggðarkjörnum. Gjaldfrjálst er að henda garðarúrgangi, járni, plasti og pappa.