Tjaldsvæðunum á Stóra Bola og á Rammatúninu lokað frá og með mánudeginum 24. ágúst nk.

Tjaldsvæðið Stóra Bola
Tjaldsvæðið Stóra Bola

Ákveðið hefur verið að loka tjaldsvæðunum Stóra Bola og á Rammatúninu á Siglufirði frá og með mánudeginum 24. ágúst nk.

Áfram verður opið á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og tjaldsvæðinu í miðbæ Siglufjarðar og þar er full þjónusta. Nægt pláss er á þessum tveimur tjaldsvæðum til að anna eftirspurn fram að auglýstri lokun 15. október nk.