Átak til kaupa á KÁT Töfrateppi

Anna Marie Jónsdóttir
Anna Marie Jónsdóttir

Átaki hefur verið hrundið af stað til kaupa á KÁT töfrateppi fyrir skíðasvæði Siglufjarðar í þeim tilgangi að auðvelda börnum og byrjendum aðgang að skíðasvæðinu.

Fyrir þessu góða átaki stendur Anna Marie Jónsdóttir og fjölskylda en fjölskylda hennar hefur alla tíð haft mikinn áhuga á skíðaiðkun. Í tilefni af 60 ára afmæli Önnu Maríe í sumar var hrundið af stað átaki til að safna fyrir töfrateppinu. Stofnað var félag um KÁT, kaup á töfrateppi og lét fjölskyldan nokkuð af mörkum, auk þess sem fjöldi einstaklinga og nokkur fyrirtæki styrktu verkefnið.

Áætlaður kostnaður með uppsetningu er um 10 milljónir króna og þegar þetta er ritað hafa safnast um 20% þess sem til þarf. Félaginu er stýrt af þriggja manna stjórn og fjármunum sem safnast til kaupa á búnaðinum.

Leitað er til samfélagsins alls og eru öll framlög vel þegin

Reikningsnúmerið er: 0348-13-300108, kt. 470417-1290.

Bréf Önnu Marie í heild sinni