DrinniK með tónleika í Alþýðuhúsinu

Laugardaginn 16. apríl kl. 20:00 verður hljómsveitin DrinniK frá Akureyri með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. DrinniK er glænýtt tríó sem spilar frumsamda tónlist undir sígaunaáhrifum.

Hljómsveitina skipa;
Andri Kristinsson, söngur, gítar, banjó
Wolfgang Lobo Sahr, saxófónn, harmónikka
Alan Mackkay, bassi

Enginn aðgangseyrir en tekið er á móti frjálsum framlögum.

Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Fiskbúð Siglufjarðar og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

DrinniK með tónleika í Alþýðuhúsinu