Dómaranámskeið í boccia

Frá bocciamóti á Landmóti UMFÍ
Frá bocciamóti á Landmóti UMFÍ
Laugardaginn 27. sept. verður haldið dómaranámskeið í boccia. Námskeiðið byrjar klukkan 10:00 og verður í íþróttahúsinu á Siglufirði. Námskeiðsgjald er kr 1.500.- 
Farið verður í bocciareglur, leikinn, þjálfun og dómgæslu. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson. Allir þeir sem vilja kynnast íþróttinni nánar og um leið taka þátt í starfsemi Snerpu eru hvattir til að skrá sig. Skráning á netfangið helgaher@simnet.is eða í síma 898 1147.