Bragi Freyr Kristbjörnsson ráðinn deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð

Bæjarstjórn samþykkti á 217. fundi sínum að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í stöðu deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð, en staðan var auglýst var 6. maí síðastliðinn. Fjórar umsóknir bárust um starfið.

Bragi Freyr er viðskipta- og lögfræðimenntaður og hefur starfað sem ráðgjafi í rúmlega 12 ár. Á þeim tíma hefur hann aflað sér yfirgripsmikillar og þverfaglegrar færni og þekkingu á stjórnsýslu-, skatta- og rekstrarumhverfi fyrirtækja og stofnana, lögfræðilegri ráðgjöf, almennum rekstri, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Hann starfar nú sem sérfræðingur á fagsviði upplýsingatækni og ráðgjafafyrirtækisins Sticos AS í Þrándheimi, en á íslenskri grundu hefur hann starfað m.a. hjá Deloitte, KPMG og embætti ríkisskattstjóra.

Við bjóðum Braga Frey velkominn til starfa hjá Fjallabyggð.