Birkir Jón með sjónvarpsþátt

Á Sjónvarpsstöðinni ÍNN, sem er ókeypis sjónvarpsstöð, er hægt að finna margvíslega þætti um mismunandi málefni. Þar má meðal annars finna þátt með þingmanninum okkar og bæjarfulltrúa, Birki Jóni Jónssyni, þar sem hann fjallar um það sem er efst á döfinni í stjórnmálum líðandi stundar.

Þátturinn er sendu út á þriðjudagskvöldum kl. 21:00. Útsendingum ÍNN er m.a. hægt að ná með stafrænum móttakar Digtal Íslands. Einnig er hægt að ná útsendingunum sé maður með Stafrænan / digital móttakara í sjónvarpinu (DVB-T).

Við hér í Fjallabyggð getum hins vegar enn ekki náð þessum útsendingum. Það stendur þó allt til bóta þar sem samningur N4 sjónvarpstöðvarinnar gerir ráð fyrir að útsendingasvæði Digital Íslands stækki í byrjun júní. Þangað til getum við hinsvegar horft á þættina á netinu. http://www.inntv.is/Horfaáþætti/tabid/88/Default.aspx