Atvinnumálafundir á vegum AFE 9. og 10. desember.

Merki Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Merki Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
- Höllinni í Ólafsfirði, þriðjudaginn 9. des. kl. 12:10 (í dag). - Allanum á Siglufirði 10. des. kl. 12:10.

Á fundinum kynna starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar starfsemi félagsins og þá þjónustu sem félagið býður upp á. Einnig verður kynning á Vaxtarsamningi Eyjafjarðar og sprotasetri vaxtarsamningsins. Að kynningum loknum verða opnar umræður um atvinnumál, stöðu þeirra og hvert skuli stefna.

Heimamenn og áhugamenn um atvinnumál eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum.

Fyrri fundurinn verður haldinn í rauða salnum á Höllinni í Ólafsfirði, þriðjudaginn 9. des. kl. 12:10 (í dag).
Sá síðari verður á Gluggabarnum í Allanum á Siglufirði 10. des. kl. 12:10.