Fréttir & tilkynningar

Flöggun íslenska fánans við stofnanir Fjallabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 25.10.2022 var samþykkt tillaga um að reglulegri flöggun við stofnanir Fjallabyggðar við andlát og útfarir íbúa verði hætt frá og með 1. janúar 2023. Frá og með þeim tíma verður íslenska fánanum flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum.
Lesa meira

Viðburðadagatal á aðventu í Fjallabyggð 2022-2023

Undanfarin ár hefur Fjallabyggð gefið út viðburðadagatal fyrir jólin þar sem m.a. er birt dagskrá hinna ýmsu þjónustuaðila, félaga, safna og setra, skóla, kirkjunnar og fleira. Ef þú vilt koma þínum viðburði til skila til íbúa með þátttöku í dagatalinu þarftu að senda upplýsingar um hann til markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is fyrir 16. nóvember nk. Birting í dagatalinu er þér að kostnaðarlausu og verður það m.a. birt á vef Fjallabyggðar.
Lesa meira

Samþykkt deiliskipulags fyrir þjóðveg í þéttbýli Ólafsfjarðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. september sl. deiliskipulag fyrir þjóðveg í þéttbýli Ólafsfjarðar. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með eftirtöldum breytingum:
Lesa meira

Vel heppnað Ungmennaþing SSNE á Dalvík

Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október síðastliðinn. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennaþing er haldið í landshlutanum en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2022.
Lesa meira

Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs SSNE á ferðinni 26. október á Ólafsfirði og Siglufirði

Ert þú með hugmynd að verkefni? Dagana 25. -28. október nk. ferðast ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra um landshlutann og bjóða upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf.
Lesa meira

Aðalfundur Karlakórins í Fjallabyggð haldinn 5. nóvember

Aðalfundur Karlakórsins í Fjallabyggð verður haldinn kl. 18:00, laugardaginn 5. nóvember í húsnæði Hannes Boy (bláa húsið) á Siglufirði.
Lesa meira

Skafl 2022 - Alþýðuhúsið á Siglufirði

Dagan 27. - 30. október verður listasmiðjan Skafl haldin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í fjórða sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum. Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast er samtalið og samvera listamannana og samskipti við bæjarbúa. Auk Alþýðuhússins munu þátttakendur vinna í Herhúsinu og í Ráðhússal Siglufjarðar og verður afrakstur smiðjunnar sýndur í Ráðhússalnum og með uppákomu í Alþýðuhúsinu.
Lesa meira

Kvenna- og karlaklefa víxlað í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði 21. og 24. október

Fjallabyggð barst sú frábæra ábending að víxla karla- og kvennaklefum í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði svo ekki þurfi að loka kvennaklefum vegna framkvæmda sem fyrirhugaðar eru föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október. Kvennaklefinn verður sem sagt þessa tvo daga karlamegin í húsinu. Fjallabyggð þakkar góða ábendingu um lausn.
Lesa meira

Breytt aksturstafla í haustfríi grunnskólans

Föstudaginn 21. október er haustfrí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Af þeim sökum breytist aksturstafla skólarútunnar og verður sem hér segir [meira...] Hefðbundinn akstur verður á skólarútunni í dag fimmtudaginn 20. október og mánudaginn 24. október vegna kennslu í MTR.
Lesa meira

Árleg hunda- og kattahreinsun í Fjallabyggð

Hunda- og kattaeigendum er skylt að mæta með hunda og ketti sína til hreinsunar og er það innifalið í leyfisgjaldi sem þarf að vera greitt fyrir hreinsun. Ef hreinsun hefur þegar farið fram eru eigendur vinsamlegast beðnir um að koma í áhaldahús og framvísa vottorði því til staðfestingar. Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir: [meira..]
Lesa meira