Fréttir & tilkynningar

17. júní í Fjallabyggð

Fjölbreytt hátíðardagskrá verður í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í Ólafsfirði, við Menningarhúsið Tjarnarborg verður stórglæsileg hátíðardagskrá klukkan 14:00 og er það fræðslu- og menningarnefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem hefur veg og vanda að hátíðardagskránni á hverju ári. Í boði verða m.a. hátíðarræða, Fjallkonan, tónlist, leiktæki, hoppukastalar, geimsnerill, sölutjöld og fleira fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar lokaðar 17. júní

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða lokaðar 17. júní nk.
Lesa meira

Rut Hallgrímsdóttir sýnir í Saga Fotografica. Sýningaropnun 17. júní kl. 13:00

Ljósmyndarinn Rut Hallgrímsdóttir opnar sýningu í Saga Fotografica safninu á Siglufirði 17. júní. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá 1985 en þær nýjustu teknar á þessu ári.
Lesa meira

203. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

203. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 16. júní 2021 kl. 17.00
Lesa meira

14 umsóknir bárust vegna nýliðunar í Slökkviliði Fjallabyggðar

Nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar hefst á næstu dögum. Fjórtán umsóknir bárust og er unnið úr umsóknum. Tvær konur eru meðal umsækjenda.
Lesa meira

Netnótan - Tónlistarskólar landsins láta ljós sitt skína

Á Íslandi eru tæplega 90 tónlistarskólar starfandi með 15 þúsund nemendur. Flest allir þessir skólar taka þátt í Netnótunni, nýjum tónlistarþáttum, sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þættirnir verða sýndir á N4 en þar gefst kostur á að skyggnast inn í starfsemi tónlistarskólanna, grasrót tónlistarsköpunar í landinu. Nemendur i Tónlistarskólanum á Tröllaskaga koma við sögu í fyrsta þætti.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna, úrslit í innanbæjarkeppni

Nú er landsátaki ÍSÍ, Hjólað í vinnuna, lokið. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð efndi til keppni meðal vinnustaða innan Fjallabyggðar.
Lesa meira

Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir deildarstjóra

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við Leikskóla Fjallabyggðar/ Leikskála. Á Leikskálum eru 70-80 nemendur á fimm deildum. Í leikskólanum leggjum við áherslu á nám í gegnum leik og hreyfingu. Einkunnarorð okkar eru Kraftur – Sköpun - Lífsgleði Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
Lesa meira

Sýnið varúð - unnið að uppsetningu ovanflóðavarna ofan Siglufjarðar

Þetta sumarið er verið að vinna við áfanga fjögur í uppsetningu stoðvirkjum til ofanflóðavarna, svæði D við Fífladali. Á meðan unnið er í hlíðum fjallsins er óviðkomandi aðgangur bannaður með öllu á svæði D. Unnið er á svæði D á milli klukkan 07:00 og 17:00 alla daga nema sunnudaga. Það ætti því að vera óhætt að ganga upp í Hanneyrarskál utan þess tíma sem skilgreindur er hér að framan.
Lesa meira

Fjallabyggð leitar að áhugasömum einstaklingum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024

Fjallabyggð óskar eftir áhugasömum einstakingum til að fylla tvö sæti "ópólitískra" fulltrúa í samráðsvettvangi Sóknaráæltunar Norðurlands eystra 2020-2024. Óskað er eftir karli og konu. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Fjallabyggðar í gegnum netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira