Fréttir & tilkynningar

Frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2021

Fyrirhugað er að birta rafrænt yfirlit/dagatal yfir afþreyingu og frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2021. Með því yrðu upplýsingar um það sem er í boði til afþreyingar og dægrastyttingar fyrir þann aldurshóp aðgengilegar á einum stað á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lesa meira

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð miðvikudaginn 12. maí frá kl. 13.00

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð miðvikudaginn 12. maí frá kl. 13.00 vegna námskeiðs starfsmanna. Vinsamlegast beinið erindum ykkar á fjallabyggd@fjallabyggd.is Einnig er minnt á þá þjónustu sem í boði er í Rafrænni Fjallabyggð. Póstkassi er staðsettur í anddyrir ráðhússins ef fólk þarf að koma til inn bréfi.
Lesa meira

Pálshús Ólafsfirði opnar 15. maí 2021 eftir vetrardvala

Pálshús Ólafsfirði opnar, eftir vetrardvala, laugarsaginn 15. maí nk. kl. 14:00.
Lesa meira

Rótarýklúbburinn færði Leikhólum hljóðfæri að gjöf

Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar komu færandi hendi í stutta heimsókn í Leikskólann Leikhóla. Tilefnið er árleg gjafa og styrkveitingar í tilefni af alþjóðlegum Rótarýdegi 23. febrúar sem að þessu sinni hvarf nánast vegna plágunnar sem nú geysar, líkt og hann gerði á síðasta ári. Þótti félögum því ráðlegra að tengja afhendingu gjafanna við afmælisdag klúbbsins, 17. apríl, en klúbburinn var stofnaður þann dag árið 1955.
Lesa meira

Kiwanisklúbbur gefur 1. bekk hjálma

Einn af vorboðunum hjá okkur í Fjallabyggð er þegar Kiwanis gefur nemendum 1. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar reiðhjólahjálma. Það voru vaskir menn úr Kiwanisklúbbnum Skildi á Siglufirði sem afhentu nemendunum hjálmana við formlega athöfn við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

202. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

202. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 11. maí 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Söngkeppni Samfés 2021 fer fram sunnudaginn 9. maí nk.

Sönkeppni Samfés 2021 fer fram sunnudaginn 9. maí nk. kl. 15.00 í beinni útsendingu á Rúv frá Bíóhöllinni á Akranesi. Keppandi Neon, Helena Reykjalín Jónsdóttir er önnur á svið með lagið Creep.
Lesa meira

Foreldrafélag Leikskála gefur leikskólanum kerrur

Foreldrafélag Leikskála keypti tvær 6 bura kerrur fyrir ágóðann af páskahappadrætti félagsins og færði leikskólanum að gjöf.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna - innanbæjarkeppni

Landsátakið Hjólað í vinnuna verður haldið 5.-25. maí nk. í 18. sinn. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til þátttöku og efnir til keppni meðal vinnustaða innan Fjallabyggðar þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur.
Lesa meira

Innritun hafin í TáT skólaárið 2021-2022

Innritun er hafin fyrir skólaárið 2021. – 2022. Tónlistarskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fyrir fullorðna og vijum við eindregið hvetja alla, sem áhuga hafa, til að skrá sig í tónlistarnám.
Lesa meira