Fréttir & tilkynningar

Skólaliða vantar til starfa í Grunnskóla Fjallabyggðar-skólahúsið í Ólafsfirði

Laus er til umsóknar 100% staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar frá 12. ágúst 2021. Staðsetning skólaliðans er við skólahúsið í Tjarnarstíg í Ólafsfirði. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem mikil áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við fullorðna og börn. Starf skólaliða felur í sér almenn þrif, að taka á móti nemendum að morgni, gæslu í frímínútum og hádegishléi, bæði úti og inni og margt fleira.
Lesa meira

Berjadagar tónlistarhátíð í Ólafsfirði 30. júlí – 2. ágúst 2021

Berjadagar tónlistarhátíð verður haldin í Ólafsfirði dagana 30. júlí - 2. ágúst 2021. Á Berjadögum heyrast íslensk sönglög í bland við innlenda og erlenda kammermúsik og óperuaríur þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram undir einkunnarorðunum ,,Náttúra og listsköpun". Hlíðar dala Ólafsfjarðar eru árlega fullir af aðalbláberjum og þaðan dregur hátíðin nafn sitt. Hátíðin er full af lengri og styttri viðburðum; göngum, listsýningu og ólíkum tónleikum allt frá sálmasöng í Knappstaðakirkju í Fljótum til óperutónleika í Tjarnarborg eða hátíðartónleika í Ólafsfjarðarkirkju!
Lesa meira

NATA styrkir - opið fyrir umsóknir

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 30. ágúst. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Bæjarskrifstofan lokuð vegna sumarleyfa 26. júlí - 6. ágúst

Vegna sumarleyfa verður bæjarskrifstofa Fjallabyggðar lokuð, með takmarkaðri símsvörun, frá og með 26. júlí til og með 6. ágúst n.k. Opnunartími skiptiborðsins verður virka daga frá kl.10:00 til 12:00 á þessu tímabili. Símanúmer skiptiborðs: 464-9100
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti þann 8. júlí sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar þakkar Fjallabyggð stuðning við Sjómannadagshátíðina

Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar færði Fjallabyggð skjöld með merki Sjómannadags Fjallabyggðar 2021 sem þakklætisvott fyrir stuðning við sjómannadagshátíðina
Lesa meira

Gangamót Greifans 29. júlí 2021 Siglufjörður - Akureyri

Gangamót Greifans verður haldið fimmtudaginn 29. júlí nk. Mótið er hluti af stigamótaröð HRÍ og þarf að vera skráður í félag sem er aðili að HRÍ til að skrá sig í stigamót. Öllum er frjálst að skrá sig í almenningsflokk.
Lesa meira

Gönguvika 12. - 18. júlí með Ferðafélaginu Trölla

Í dag hefst gönguvika Ferðafélagsins Trölla. Farið er af stað virka daga frá UÍÓ húsinu á Ólafsfirði kl. 17:15 og um helgar er lagt af stað kl. 10:00 Fyrsta gangan er í dag mánudaginn 12. júlí og er gönguleiðin um Siglufjarðarskarð. Gengið er frá Hraunum í Fljótum um Siglufjarðarskarð yfir til Siglufjarðar. Afar falleg gönguleið og skemmtileg, tekur um 4 klukkustundir með akstri. Mesta hækkun leiðarinnar er um 600 m í Siglufjarðarskarði. Gönguleiðin er um 10km og 2,5 skór af 5 í erfiðleikastigi.
Lesa meira

Listahátíðin Frjó

Helgina 9. - 11. júlí fer fram Frjó menningarhelgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði með þátttöku 15 listamanna. Þetta verður í þriðja sinn sem efnt er til þver faglegrar menningardagskrár undir yfirskriftinni Frjó, en áður voru Reitir workshoop haldið á þessum tíma.
Lesa meira

Smíðavellir opnir 5. - 22. júlí

Smíðavellirnir verða opnir þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13:00-15:00 nema síðustu vikuna þá verða vellirnir opnir í fjóra daga frá mánudaginn – miðvikudags og á fimmtudegi 22. júlí verður boðið upp á grill og gleði. Aldur: Börn fædd 2008-2014. Ekki þarf að skrá börnin og er þátttaka ókeypis.
Lesa meira