Fréttir & tilkynningar

Sorphirða yfir hátíðarnar

Búast má við einhverjum töfum á sorphirðu í Fjallabyggð á næstunni sökum snjóþunga og þ.a.l. þungrar færðar á götum. Við hvetjum alla til að moka vel frá sorptunnum til að greiða aðgengi starfsmanna að tunnunum.
Lesa meira

Umsjónarkennari óskast í afleysingar í Grunnskóla Fjallabyggðar

Vegna forfalla vantar umsjónarkennara á miðstigi í Grunnskóla Fjallabyggðar, til almennrar kennslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst í byrjun janúar 2022.
Lesa meira

Flugvöllurinn á Siglufirði – hugmyndir að framtíðarnýtingu flugvallarsvæðis

Fjallabyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði með það að leiðarljósi að þar geti orðið til öflug atvinnustarfsemi til framtíðar. Til flugvallarsvæðis telst flugbraut, flughlað og mannvirki ásamt landsvæði við flugvöllinn.
Lesa meira

Opnunartími yfir jól og áramót í Fjallabyggð

Opnunartími bæjarskrifstofu, bóka- og héraðsskjalasafns og íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð yfir jól og áramót:
Lesa meira

Námskeið í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar - SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Sigufjarðar Skíðaborg, ætla að standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2022.
Lesa meira

Skólaakstur - tímabundin breyting í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast frá 20.desember til 3. janúar 2022. Rútan mun einungis aka milli bæjarkjarna 3svar sinnum á dag. Í jólafríi eru allir velkomnir í rútuna.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022 samþykkt í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi þann 15. desember 2021 fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun 2022 – 2025. Var áætlunin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Lesa meira

Frístund – vor 2022. Skráning í gegnum Sportabler og frístundastyrkir rafrænir

Fjallabyggð býður nemendum í 1.-4. bekk áfram möguleika á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskólann og fleiri aðila. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Æfingar hjá íþróttafélögum eru gjaldskyldar og greiðast við skráningu annað hvort með frístundastyrk eða með öðrum hætti. Önnur viðfangsefni í Frístund eru í boði Fjallabyggðar.
Lesa meira

Hugum að staðsetningu og aðgengi að sorptunnum fyrir losun !

Tilefni er til þess að minna íbúa Fjallabyggðar á að huga vel að staðsetningu og aðkomu að sorptunnum við heimili sín. Sérlega nú þegar veturinn er farinn að minna vel á sig og aðgengi fyrir starfsmenn verður erfiðara sökum veðurs og snjóa.
Lesa meira

208. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 15. desember 2021 kl. 17:00

208. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 15. desember 2021 kl. 17.00
Lesa meira