Fréttir & tilkynningar

Opið er fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2021

Opið hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2021. Bæjarráð auglýsir eftir umsóknum: um styrki til menningarmála um styrki til hátíðarhalda um styrki til reksturs safna og setra um styrki til fræðslumála um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts 2022
Lesa meira

Listasmiðjan SKAFL Alþýðuhúsinu á Siglufirði 27. - 30. október

Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í þriðja sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum og nú í samstarfi við Ljósastöðina. Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast er samtalið og samvera listamannanna og samskipti við bæjarbúa. Smiðjan er opin þannig að gestir eru velkomnir að kíkja við í miðdegiskaffi í spjall og hugmyndaflæði við eldhúsborðið.
Lesa meira

Sköpun og verk - Handverkssýning í Tjarnarborg fyrsta vetrardag

Sköpun og verk - Handverkssýning í Tjarnarborg fyrsta vetrardag 23. október nk.
Lesa meira

Heitavatnsrof á brekkunni í Ólafsfirði á morgun fimmtudag milli 13:00 og 19:00

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN á brekkunni í Ólafsfirði fimmtudaginn 21. október. Áætlaður tími lokunar er frá kl. 13:00 - 19:00 eða á meðan vinna stendur yfir.
Lesa meira

Sundlaugar Fjallabyggðar verða lokaðar mánudaginn 25. október frá kl. 15:00 – 17:00

Sundlaugar Fjallabyggðar verða lokaðar mánudaginn 25. október frá kl. 15:00 – 17:00. Rækt og salur verða opin.
Lesa meira

Tilkynning vegna vinnu við vatnsveitu í Ólafsfirði

Vegna vinnu við vatnsveitu í Ólafsfirði geta orðið truflanir á vatnsþrýstingi í bænum á milli klukkan 12:00 – 22:00 í dag miðvikudaginn 20. október. Mögulega gæti orðið vatnslaust á Hlíðarvegi og Túngötu.
Lesa meira

Opnnunartími sundlauga lengdur frá 21. október fram að áramótum

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar auglýsir lengda opnun sundlauga á þriðjudögum og fimmtudögum frá og með 21. október til 31. desember 2021
Lesa meira

Fjölskyldusirkushelgi Húlladúllunnar í Fjallabyggð

Húlladúllan býður íbúum á Tröllaskaga upp á bráðskemmtilega og heilsueflandi fjölskyldusirkushelgi helgina 23. - 24. október 2021. Þátttakendur kynnast og spreyta sig á hinum ýmsu sirkuslistum og og sirkusáhöldum auk þess sem við förum í allskonar skemmtilega leiki.
Lesa meira

SSNE auglýsir eftir verkefnastjóra umhverfismála

Leitað er að öflugum verkefnastjóra í teymi atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá SSNE með sérstaka áherslu á umhverfismál. Umhverfismál eru ein þriggja stoða Sóknaráætlunar Norðurlands eysta.
Lesa meira

Færðu Slökkviliði Fjallabyggðar hjartastuðtæki

Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði færði í dag Slökkviliði Fjallabyggðar tvö hjartastuðtæki að gjöf. Tækin eru kærkomin enda krafa um að slíkur búnaður sé til staðar í slökkvibílum. Slökkviliðsmenn veittu tækjunum viðtöku á slökkvistöðinni á Ólafsfirði.
Lesa meira