Fréttir & tilkynningar

Við erum öll almannavarnir!

Á hádegi í dag þann 31. júlí taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis, sem og Fjallabyggð, brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum hætti um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu. Við erum öll almannavarnir!
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar – Líkamsræktum lokað – fjöldatakmarkanir í sundlaugum

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða yfirvalda verða fjöldatakmarkanir í sundlaugar Fjallabyggðar settar á sem miða að því að gera gestum kleift að virða 2 metra fjarlægð í búnings- og sturtuklefum. Líkamsræktum, íþróttasölum, köldum körum og gufuböðum verður lokað tímabundið.
Lesa meira

Formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði FRESTAÐ

Áður auglýstri formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði sem fram átti að fara laugardaginn 1. ágúst er frestað vegna Covid-19 takmarkana.
Lesa meira

Tilkynning frá Veitustofnun Fjallabyggðar

Af óviðráðanlegum orsökum verða truflanir á vatnsþrýstingi á Hólavegi Siglufirði frá og með deginum í dag til fimmtudagsins 6. ágúst 2020.
Lesa meira

Berjadögum í Ólafsfirði FRESTAÐ

Tónlistarhátíðinni Berjadögum í Ólafsfirði hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna samkomutakmarkana, en hátíðin átti að hefjast í dag og standa yfir verslunarmannahelgina.
Lesa meira

75 ára afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar - Veisluhöldum frestað vegna Covid-19

Veisluhöldum vegna 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar sem halda átti laugardaginn 1. ágúst nk. hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna breyttra aðstæða í samfélaginu. Afmælið verður haldið um leið og slakað verður á fjöldatakmörkunum á ný og aðstæður breytast.
Lesa meira

Pálshús Ólafsfirði - Opnun Ólafsfjarðarstofu

Eftir viðamiklar endurbætur á húsinu verður "Ólafsfjarðarstofa" efri hæð Pálshúss formlega opnuð þann 1. ágúst kl. 13:30. Á sama tíma opna Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistarmaður og Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður samsýninguna "Hljómur úr firði - Litir frá J.S.Bach" í sýningarsalnum.
Lesa meira

190. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

190. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 31. júlí 2020 og hefst kl. 12:00
Lesa meira

FRESTAÐ - Ólafsfjörður fagnar 75 ára kaupstaðarafmæli 1. ágúst

Í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar þann 1. janúar s.l. býður Fjallabyggð íbúum og öðrum gestum til kaffisamsætis, undir berum himni í Strandgötunni Ólafsfirði (gegnt Pálshúsi) laugardaginn 1. ágúst frá kl. 14:30-17:00. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira

Berjadagar tónlistarhátíð í Ólafsfirði um Verslunarmannahelgi - hefst 30. júlí kl. 20:00

Berjadagar tónlistarhátíð um Verslunarmannahelgi hefst 30. júlí kl. 20:00 og stendur til sunnudagskvölds 2. ágúst. Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins koma fram í Ólafsfjarðarkirkju og Menningarhúsinu Tjarnarborg. Hátíðin endurspeglar "náttúru og listsköpun" í fjóra daga með tónleikum, myndlistarsýningum, náttúruskoðun, heimspekikvöldi og grilli fyrir bæjarbúa úti undir berum himni! Hæst ber að nefna að Elja kammersveit og Hundur í óskilum eru með tónleika á hátíðinni. Í tilefni af 250 ára ártíð L.v.Beethoven verður upphafskvöld óhefðbundið að þessu sinni og er tileinkað ,heimspeki´ í Skíðaskálanum með Jóni Thoroddsen. Eftir það fer boltinn að rúlla með glæsilegum tónleikum föstudag kl. 20, Kammersveitin Elja undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, Óperutónleikum við tjörnina laugardaginn 1. ágúst kl. 20, hádegiskonsert og síðar Hátíðarkvöldi í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 2. ágúst.
Lesa meira