Fréttir & tilkynningar

Breytingar á innheimtu gjalda hjá Fjallabyggð vegna Covid-19 faraldurs

Á fundi bæjarráðs í morgun, 31. mars, var samþykkt heimild til frestunar eindaga fasteignagjalda lögaðila sem verða á gjalddaga 1. apríl, 1. maí, og 1. júní 2020 um allt að 6 mánuði vegna mögulegra áhrifa þeirrar farsóttar sem nú gengur yfir, enda verði óskað eftir því með tölvupósti á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is. Óskir um frestun eindaga skulu rökstuddar af umsækjanda og ákvörðun tekin á grundvelli þess rökstuðnings. Hafni starfsmenn umsókn er gjaldanda heimilt að skjóta ákvörðuninni til bæjarráðs.
Lesa meira

Vakin er athygli á reglum um umsóknir og innritun í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

Vakin er athygli á reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglur um umsóknir og innritun eru nýjar fyrir grunnskólann en um er að ræða uppfærslu á eldri innritunarreglum Leikskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði Opnast í nýjum glugga sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þessum þáttum. Heilræðin taka mið af þeim sérstöku aðstæðum sem nú ríkja í samfélaginu. [Meira]
Lesa meira

Vikufréttir úr skólastarfinu föstudaginn 27. mars 2020

Vikufréttir úr skólastarfi, tónlistar-, grunn- og leikskóla dagana 23. - 27. mars
Lesa meira

Heimasíðan Námsfjallið komin í gang!

Grunnskóli Fjallabyggðar bendir foreldrum og forráðamönnum barna á að heimasíðan og gagnabankinn Námsfjallið er kominn í loftið. Heimasíðan er ætluð öllum nemendum í grunnskólum.
Lesa meira

Móttaka rafrænna reikninga í gengum RSM

Fjallabyggð vill ítreka að þeir sem ekki eru að taka á móti reikningum gegnum RSM kerfi að þeim gefst kostur á að fá greiðsluseðla senda með tölvupósti. Eru því einstaklingar og fyrirtæki eindregið hvött til að láta okkur vita ef þeir óska eftir því að fá greiðsluseðil sendan í tölvupósti með því að senda tölvupóst á innheimta@fjallabyggd.is eða hafa samband við Ráðhús Fjallabyggðar í síma 460-9100.
Lesa meira

Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lokar vegna samkomubanns

Samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna samkomubanns skal loka öllum söfnum á tímabilinu 24. mars - 12. apríl. Þetta þýðir að Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lokar frá og með morgundeginum á meðan á samkomubanni stendur.
Lesa meira

Hornbrekka kallar eftir Bakvörðum til starfa

Bakvarðasveit Hornbrekku. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka í Ólafsfirði leitar að einstaklingum sem gætu aðstoðað við umönnunar-, eldhús- og ræstingastörf. Einstaklingar sem hafa unnið á Hornbrekku, eða hafa heilbrigðis- / umönnunarreynslu og þeim sem eru hraustir og geta unnið hlutastörf tímabundið.
Lesa meira

Síldarminjasafninu lokað tímabundið vegna kórónaveirunnar

Í ljósi aukinnar útbreiðslu kórónaveirunnar síðastliðna viku og hertari reglum um samkomubann verður sýningum Síldarminjasafnsins lokað fyrir gestum frá og með mánudeginum 23. mars og á meðan samkomubann er í gildi. Því verður engin reglubundin opnun á safninu um páska. [Meira]
Lesa meira

Sundlaugum Fjallabyggðar lokað vegna Covid-19

Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns. Ákveðið að loka sundlaugum Fjallabyggðar á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar og þar með talið sundlaugar verða því lokaðar frá og með 23. mars. 2020 [Meira]
Lesa meira