Fréttir & tilkynningar

Tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Leikskóla Fjallabyggðar

Á morgun mánudag 2. nóvember lokum við klukkan 12:00 vegna skipulagsdags. Ástæðan er að við þurfum að bregðast við nýrri reglugerð um skólastarf vegna covid. Foreldrar fá svo nánari upplýsingar um skólastarfið eftir skipulagsdaginn.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Grunnskóla Fjallabyggðar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að nýjar hertar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti 31. október sl. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á næstunni. Tekin hefur verið ákvörðun um að mánudaginn 2. nóvember verði starfsdagur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Stjórnendur og starfsfólk skólans þurfa svigrúm til að skipuleggja skólastarfið sem best.
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar lokað frá 31. október

Íþróttamannvirki sveitarfélagsins, íþróttahús og sundlaugar, munu því loka frá og með 31. október og varir lokunin á meðan á samkomubanni stendur eða til og með 17. nóvember.
Lesa meira

Lokun skrifstofu Fjallabyggðar

Skrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð frá og með mánudeginum 2. nóvember til og með 17. nóvember 2020. Ráðstafanir þessar eru gerðar í þeim tilgangi að draga eftir mætti úr smithættu og tryggja sem best að starfsemi og þjónusta haldist órofin. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunna að fela í sér fyrir íbúa og aðra.
Lesa meira

Tilkynning frá Hornbrekku

Vegna kórónuveirusmita í nærsamfélaginu verðum við því miður að boða hertar sóttvarnaraðgerðir á Hornbrekku. Lokað er fyrir allar heimsóknir um óákveðin tíma, staðan verður metin eftir helgina og þá koma nýjar upplýsingar.
Lesa meira

Vinnustofa með ráðgjöfum frá SSNE vegna styrkumsókna úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Vegna þess ástands sem ríkir í samfélaginu vegna Covid-19 hefur það reynst erfitt að skipuleggja viðverustundir á mismunandi stöðum landshlutans eins og við helst hefðum viljað. Margir umsækjendur hafa haft samband við okkur beint og það er ánægjulegt að sjá vídd og breidd í þeim hugmyndum sem eru í smíðum.
Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendir íbúum hvatningu

Hvatning til íbúa á Norðurlandi eystra.
Lesa meira

Bókasafnið, Siglufirði lokar tímabundið 2. nóvember

Vegna framkvæmda (gólfefnaskipti) verður Bóka- og héraðsskjalasafnið Gránugötu Siglufirði lokað frá og með mánudeginum 2. nóvember. Reynum að opna aftur við fyrsta mögulega tækifæri. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rennur út 4. nóvember nk.

SSNE vill minna á að fresturinn til að sækja um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra rennur út í næstu viku eða klukkan 12:00 á hádegi þann 4. nóvember nk.
Lesa meira

Heimir Sverrisson ráðinn yfirhafnarvörður Fjallabyggðarhafna

Heimir Sverrisson hefur verið ráðinn tímabundið í stöðu yfirhafnarvarðar Fjallabyggðarhafna. Átta umsóknir bárust um starfið sem auglýst var þann 18. september sl.
Lesa meira