Fréttir & tilkynningar

Fjallabyggð gefur íbúum fjölnota poka

Fjallabyggð býður íbúum sínum að sækja sér fjölnota poka úr lífrænni bómull. Pokarnir munu liggja frammi á Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði eftir áramótin.
Lesa meira

RARIK bætir viðskiptavinum tjón vegna rafmagnsleysis

Fjallabyggð vill vekja athygli íbúa og fyrirtækja á frétt á heimasíðu RARIK en þar kemur fram að RARIK muni koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysi í hinu fordæmalausa illviðri sem brast á 10. desember 2019.
Lesa meira

Grétar Áki Bergsson íþróttamaður Fjallabyggðar 2019

Grétar Áki Bergsson var í gær, laugardaginn 28. desember valinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2019. Auk Grétars Áka var efnilegasta og besta íþróttafólkið í hverri grein verðlaunað. Valið um íþróttamann Fjallabyggðar 2019 fór fram í Tjarnarborg, Ólafsfirði og eru það Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa saman að valinu.
Lesa meira

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2020. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.
Lesa meira

Afhending klippikorta fyrir gámasvæði

Afhending klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar hefst 2. janúar 2020. Hægt verður að nálgast klippikort á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði og í afgreiðslu Bókasafns Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Sala klippikorta mun þó einungis fara fram á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkir að styrkja björgunarsveitirnar Stráka og Tind

Í óveðri liðinnar viku gegndu Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði og Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði lykilhlutverki í viðbragðsaðgerðum. Liðsmenn sveitanna stóðu vaktina dag og nótt. Þarna eru okkar sérfræðingar sem hafa kunnáttu til að takast á við erfiðar aðstæður og eru vel tækjum búnir.
Lesa meira

Sorphreinsun og snjómokstur - áríðandi að fólk moki frá tunnum

Vakin er athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali á að losa brúnu tunnuna í dag í Ólafsfirði. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnun Íslenska Gámafélagsins losun.
Lesa meira

Búið er að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð við landskerfið

Viðgerð á Dalvíkurlínu (línu Landsnets) og Ólafsfjarðarlínu lauk í gærkvöldi. Búið er að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð við landskerfið.
Lesa meira

Skólaakstur - tímabundin breyting í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast frá og með 20. desember til 2. janúar 2020. Skólastarf hefst aftur föstudaginn 3. janúar 2020. Þá verða ferðir skólarútunnar aftur samkvæmt fyrri aksturstöflu
Lesa meira

Fundur um flugmál á Akureyri 19. desember kl. 12:00

Fundur um flugmál á Akureyri Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Hótel Kea á Akureyri fimmtudaginn 19. desember nk. 12:00 – 14:00. Léttur hádegismatur verður í boði án endurgjalds, en nauðsynlegt er að skrá sig hér .
Lesa meira