Fréttir & tilkynningar

Kjaftað um kynlíf - Fyrirlestur fyrir foreldra um hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga

Kjaftað um kynlíf - Fyrirlestur fyrir foreldra um hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga. Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, Sigga Dögg, verður með fyrirlestur í Grunnskóla Reyðarfjarðar mánudaginn 12. mars kl. 20:00. Fyrirlesturinn nefnist "Kjaftan um kynlíf" og er fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga.
Lesa meira

Vefsýningin Æskan á millistríðsárunum á heimasíðu Sarps

Gaman að benda gestum heimasíðu Fjallabyggðar á að nú er sameiginlega vefsýningin Æskan á millistríðsárunum komin í birtingu á vefsíðunni Sarpur.is.
Lesa meira

Endurnýjun á ljósabúnaði og uppsetning skiptitjalda í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Endurnýjun á ljósabúnaði Ákveðið hefur verið að ráðast í endurnýjun á lýsingu i í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar og var áætlaður kostnaður við verkið kr. 8.440.714,- Leitað var tilboða í verkið og voru þau opnuð mánudaginn 14. janúar sl. í Ráðhúsi Fjallabyggðar. Eftirfarandi tilboð bárust:
Lesa meira

Sólardagar í Fjallabyggð

Fyrsti sólardagur var í Ólafsfirði föstudaginn 25. janúar. í dag mánudaginn 28. janúar verður fyrsti sólardagur á Siglufirði. Sólin hverfur frá miðjum nóvember og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Lesa meira

Viðvera bæjarstjóra og deildarstjóra Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Frá og með 4. febrúar nk. verður viðvera bæjarstjóra og eftirtalinna deildarstjóra Fjallabyggðar í Ólafsfirði að Ólafsvegi 4 á eftirtöldum tímum, vikulega
Lesa meira

Söngatriði Neons eitt af fimm atriðum sem komust áfram úr NorðurOrg 2019

NorðurOrg 2019 fór fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði föstudagskvöldið 25. janúar sl. Um stóran viðburð var að ræða þar sem um 480 unglingar komu saman frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi. Með unglingunum voru um 40 starfsmenn sömu félagsmiðstöðva.
Lesa meira

Styrkir úr bæjarsjóði vegna 2019

Fjallabyggð veitir ár hvert félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar útnefndur við hátíðlega athöfn

Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir listakona var í gær, fimmtudaginn 24. janúar, útnefnd Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2019. Er það í tíunda sinn sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann sinn.
Lesa meira

Boðið upp á viðtalstíma með bæjarfulltrúum einu sinni í mánuði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur ákveðið að bjóða upp á viðtalstíma með bæjarfulltrúum einu sinni í mánuði. Fundirnir verði haldnir síðasta mánudag hvers mánaðar, til skiptis á Siglufirði og í Ólafsfirði. Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður mánudaginn 28. janúar n.k. að Ólafsvegi 4. Ólafsfirði kl. 16:30-17:30. Að þessu sinni taka þau Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson á móti íbúum. Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að koma og hitta bæjarfulltrúa og ræða málefni sveitarfélagsins.
Lesa meira

NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, NorðurOrg fer fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á morgun, föstudaginn 25. janúar kl. 19.00. Von er á um 450 unglingum frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi. Söngkeppnin er lokaður viðburður en hún verður send út beint á FM TRÖLLA. Keppendur fyrir hönd Neons er hljómsveitin Ronja og ræningjarnir. Söngur er í höndum Ronju Helgadóttur en aðrir í hljómsveitinni eru: Hörður Ingi Kristjánsson, Kristján Már Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson, Tryggvi Þorvaldsson og Mikael Sigurðsson.
Lesa meira