Fréttir & tilkynningar

Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Sunnudaginn 3. júní kl. 14.30 – 15.30 mun Pía Rakel Sverrisdóttir vera með erindi á Sunnudagskaffi sem ber yfirskriftina THE CIRCLE OF MY LIFE. Hún mun fara yfir helstu þætti í vinnu sinni og sýna myndir af verkunum sem aðallega eru unnin í gler.
Lesa meira

Aðalgata verður lokuð fimmtudag og föstudag

Vegna viðgerða á þaki tónlistarskólans við Aðalgötu fimmtudaginn 31. maí og föstudaginn 1. júní verður götunni lokað, fyrir bílaumferð, milli Lækjargötu og Grundargötu.
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 – Íbúðarsvæði á malarvellinum, Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu: Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.
Lesa meira

Akstur skólarútu 4. - 8. júní 2018

Þar sem kennslu í Grunnskóla Fjallabyggðar lýkur föstudaginn 1. júní mun akstur skólabíls verða með öðrum hætti í sumar. Hér má sjá tímatöflu fyrir vikuna 4.-8. júní. Ný tímatafla tekur gildi 11. júní v. frístundaaksturs. Hún verður birt fljótlega.
Lesa meira

Tilkynning frá sjómannadagsráði

Tilkynning frá sjómannadagsráði. Breyting á dagskrá laugardaginn 2. júní verður skemmtisigling í boði Ramma hf með Sólberg ÓF 1 farið verður frá Siglufirði kl. 11:30.
Lesa meira

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ - Ólafsfirði 2. júní 2018

Í Ólafsfirði er hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km ‐ 5 km og 10 km. Frítt í sund og sjávarréttasúpa í boði Rammans kl. 14:00.
Lesa meira

Hátíðarsamþykkt Fjallabyggðar í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar

Hátíðarsamþykkt Fjallabyggðar í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar. Á hátíðarfundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar, þann 20. maí 2018, samþykkti bæjarstjórn að veita 4 milljónum króna til skógræktar í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Tilkynning frá sjómannadagsráði - Sjómannadagurinn 2018

Sjómannadagurinn í Fjallabyggð 3. júní 2018. Sjómannadagshelgin 1.-3. júní
Lesa meira

162. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 162. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Íþróttahúsi Siglufjarðar 20. maí 2018 kl. 14:30
Lesa meira

Kökubasar leikskólans verður í Kiwanishúsinu 17. maí kl. 8:30

Foreldrafélag Leikskála heldur kökubasar í Kiwanishúsinu miðvikudaginn 17. maí nk. kl. 8:30. Tilvalið að kaupa gómsætar tertur og brauð með kaffinu - hvort sem er fyrir heimili eða kaffistofur. Foreldrafélag Leikskála stendur fyrir basarnum. Allur ágóði er nýttur í þágu leikskólabarna.
Lesa meira