Fréttir & tilkynningar

Ný dagsetning á Berjadögum

Tónlistarhátíðin Berjadagar verður haldin í 18. sinn í Ólafsfirði frá 12. – 14. ágúst. Ekki 18. - 20 ágúst eins og áður hafði verið auglýst. Á Berjadögum er flutt aðgengileg kammertónlist, auk þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt.
Lesa meira

Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu

Næstkomandi sunnudag kl. 15:30 verður efnt til samsætis í fimmta sinn undir dagskrárliðnum “ sunnudagskaffi með skapandi fólki “ Meiningin er að kalla til skapandi fólk úr samfélaginu frá ólíkum starfsstéttum til að fá innsýn í sköpunarferli. Um er að ræða óformlegt spjall, og myndast oft skemmtilegar samræður milli gesta og fyrirlesara.
Lesa meira

Þjóðlagahátíð, dagskrá

Þjóðlagahátíð verður haldin á Siglufirði dagana 6. - 10. júlí nk. Að venju er dagskráin afar fjölbreytt.
Lesa meira

Elías Þorvaldsson lætur af störfum

Þegar Tónskóla Fjallabyggðar var slitið nú í maímánuði var tilkynnt að aðstoðarskólastjórinn, Elías Þorvaldsson, myndi nú láta af störfum eftir rúmlega 40 ára samfelldan starfsferill hjá Tónskóla Fjallabyggðar, áður Tónlistarskóla Siglufjarðar.
Lesa meira

Óskar Guðnason með málverkasýningu

Dagana 6. - 12. júlí verður Óskar Guðnason með málverkasýningu á 2. hæð í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Lesa meira

Linda Lea nýr markaðs- og menningarfulltrúi

Á dögunum var gengið frá ráðningu í starf markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar. Alls sóttu 17 aðilar um stöðuna og var Linda Lea Bogadóttir metin hæfust.
Lesa meira

Dagskrá Síldarævintýris

Nú er unnið hörðum höndum að því að setja saman dagskrá fyrir komandi Síldarævintýri. Í ár hefst hátíðin laugardaginn 23. júlí með Trilludögum, sem verða 23. og 24. júli. Síðan taka við Síldardagar með gönguviku og standa þeir fram að ævintýrinu sjálfu sem svo lýkur sunnudaginn 31. júlí.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

50% staða náms- og starfsráðgjafa er laus til umsóknar. Umsækjendur um náms- og starfsráðgjöf þurfa að hafa leyfisbréf menntamálaráðherra skv. lögum 35/2009 til að starfa sem náms- og starfsráðgjafar. Hugsanlegur möguleiki er á 50% starf í Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Lesa meira

KJÖRFUNDUR VEGNA FORSETAKJÖRS

Við kjör til forseta Íslands, er fram fer 25. júní 2016, er skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira

Blue North Music festival, dagskrá

Blue North Music festival verður haldið í Ólafsfirði 20. - 25. júní. Dagskrá er svohljóðandi:
Lesa meira