Fréttir & tilkynningar

Fundur á Siglufirði um þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans

Landsbankinn efnir til fundar um uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá bankans til ársins 2018. Á fundinum verður einnig fjallað um lausafjárstýringu fyrirtækja, aflandskrónuútboð Seðlabankans, uppbyggingu á Siglufirði og fleira.
Lesa meira

Fjölbreytt dagskrá í Alþýðuhúsinu

Sjómannadagshelgin er viðburðarík í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Nú stendur yfir sýning Kristjáns Guðmundssonar í Kompunni og tveir viðburðir verða 4. og 5. júní.
Lesa meira

Sumarlestur Bókasafns Fjallabyggðar

Sumarlestur á vegum bókasafnsins hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst. Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn. Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið.
Lesa meira

Sumaráætlun Strætó 2016

Vakin er athygli á því að sumaráætlun Strætó tók gildi í gær, sunnudaginn 29. mai. Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is.
Lesa meira

4G farsímasendir settur upp í Ólafsfirði

Fyrir nokkrum dögum setti Síminn upp 4G farsímasendi á Ólafsfirði. Nú er því komið 4G samband á bæði Siglufirði og Ólafsfirði.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðin Siglufirði lokar vegna viðhaldsframkvæmda

Vegna viðhaldsframkvæmda verður Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði, lokuð frá og með sunnudeginum 29. maí til og með mánudagsins 6. júní.
Lesa meira

Ársþing UÍF - Þórarinn nýr formaður

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) hélt ársþing sitt að Íþróttamiðstöðinni á Hóli í Siglufirði 19. maí sl. Félög innan sambandsins höfðu rétt á að senda 31 fulltrúa til þingsins og af þeim mættu 17 frá 9 af þeim 11 félögum sem eru innan UÍF.
Lesa meira

Kristján Guðmundsson opnar sýningu í Kompunni

Laugardaginn 28. maí 2016 kl. 15:00 opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Kristján Guðmundsson er einn af þekktari listamönnum þjóðarinnar, búsettur í Reykjavík. Hann hóf listferil sinn uppúr 1960 og var einn af meðlimum SÚM sem þá var framsækinn félagskapur ungra listamanna í Reykjavík.
Lesa meira

Hreyfivika UMFÍ

Í gær, mánudaginn 23. maí, hófst Hreyfivika UMFÍ. Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur.
Lesa meira

70,1 milljón úthlutað til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar

Miðvikudaginn18. maí, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 70,1 milljón króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn tók við hlutverkum Menningarsamnings Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
Lesa meira