Fréttir & tilkynningar

Vel heppnuð leiksýning

Þriðjudaginn 26. apríl stóð Menningarhúsið Tjarnarborg fyrir sýningu fyrir leikskólabörn og nemendur í 1.-4. bekk. Leikhópurinn Lotta mætti á svæðið og flutti söngvasyrpu leikhópsins.
Lesa meira

Á þröskuldi breytinga - málþing á vegum AFE

Á þröskuldi breytinga - Þróun landbúnaðar við Eyjafjörð og framtíðarhorfur
Lesa meira

Málþingi um skólamál frestað

Sökum dræmrar þátttöku á málþing um skólamál sem vera átti í Tjarnarborg í kvöld kl. 18:00 hefur verið tekin ákvörðun um hætta við það og er í skoðun að gera aðra tilraun með svona þing næsta haust. Það verða að teljast mikil vonbrigði að aðeins 11 aðilar hafi sýnt því áhuga að mæta í kvöld og erfitt að trúa því að það séu ekki fleiri sem vilja nýta þennan vettvang til að hafa áhrif á bætt skólastarf í Fjallabyggð.
Lesa meira

Sýning í Alþýðuhúsinu 1. maí og sunndagskaffi

Sunnudaginn 1. maí kl. 15:00 opnar Lefteris Yakoumakis sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Yfirskrift sýningarinnar er "Það er enginn Guð vestur af Salina", og fjallar um ferð listamannsins frá Kansas til Kóloradó í Bandaríkjunum.
Lesa meira

Fræðslufundur; Eiturlyf – Vaxandi vandi

Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar, í samstarfi við lögregluna á Norðurlandi eystra, boðar til fræðslufundar um eiturlyf og stöðuna á Norðurlandi, miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl. 20:00 í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
Lesa meira

Aukafundur í bæjarstjórn

Boðað er til aukafundar í Bæjarstjórn Fjallabyggðar. 131. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 26. apríl 2016 og hefst kl. 17:15
Lesa meira

Málþing um skólamál

Í tengslum við endurskoðun á fræðslustefnu Fjallabyggðar er hér með boðað til málþings um skólamál fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 18:00 - 21:00. Málþingið verður haldið í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Dagskrá:
Lesa meira

Hann elskaði þilför hann Þórður

Ljóðasetur Íslands tekur að vanda þátt í Eyfirska safnadeginum, sem að þessu sinni er á sumardaginn fyrsta þ.e. nk. fimmtudag. Safnadagurinn í ár er helgaður hafinu. Opið frá 13:00 - 17:00 og viðburðir verða alltaf á heila tímanum.
Lesa meira

Ungmennafélagið Glói fær styrk frá UMFÍ

Úthlutað hefur verið úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ. Í heildina barst 61 umsókn í sjóðinn upp á 17.195.000 krónur. Á fundi stjórnar sjóðsins 9. apríl síðastliðinn var ákveðið að úthluta 46 umsóknum upp á samtals 4.535.000 krónur.
Lesa meira

Syngjandi sæll og glaður - sjómannalögin í tali og tónum

Í tilefni af Eyfirska safnadeginum sem fram fer fimmtudaginn 21. apríl eða sumardaginn fyrsta verður dagskrá í Bátahúsinu kl. 14:00.
Lesa meira