Fréttir & tilkynningar

112 dagurinn

Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð halda upp á 112 daginn, í dag, fimmtudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins verður sýning á tækjum og tólum sjúkraflutninga, björgunarsveita og Slökkviðliðs Fjallabyggðar, sjúkraflutninga og björgunarsveita milli kl. 16:00 - 18:00.
Lesa meira

Skammdegishátíð, dagskrá 13. og 14. febrúar

Þá er komið að þriðju dagskrárhelgi á Skammdegishátiðinni. Um næstu helgi verður ýmislegt um að vera. Má nefna sýningar í Listhúsinu, Náttúrugripasafninu, Kaffi Klöru og í skíðaskálanum Tindaöxl.
Lesa meira

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum, skal sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, „semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir“, sbr. 5. gr. laganna.
Lesa meira

Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð

Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð, Amazing mountains ehf.
Lesa meira

Samið við Berg ehf. um viðbyggingu við Leikskála

Á fundi bæjarráðs þann 2. febrúar sl. var lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi tilboð í viðbyggingu og endurbætur á leikskólanum við Brekkugötu 2, Siglufirði en tilboð voru opnuð þann 1. febrúar.
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð

Árleg Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð verður haldin í Íþróttamiðstöðinni, Ólafsfirði Miðvikudaginn 10. febrúar kl. 14:30 -15:30
Lesa meira

Tímabundin breyting á skólaakstri

Vegna skipulagsdaga og vetrarleyfis í Grunnskóla Fjallabyggðar núna í vikunni verður gerð tímabundin breyting á skólaakstri sem hér segir:
Lesa meira

127. fundur bæjarstjórnar

127. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 10. febrúar 2016 kl. 17:00
Lesa meira

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans er 6. febrúar en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þar sem 6. febrúar er laugardagur var ákveðið að halda dag leikskólans hátíðlegan föstudaginn 5. febrúar að þessu sinni.
Lesa meira

Ytra mat á Grunnskóla Fjallabyggðar

Í október 2015 var framkvæmt svokallað ytra mat á Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira