Fréttir & tilkynningar

Héraðsskjalavörður sýnir nokkur listaverk úr einkaeigu.

Þann 29. janúar verða til sýnis nokkur listaverk í einkaeigu héraðsskjalavarðar. Listaverkin verða til sýnis í glerskápum Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sem staðsettir eru í bókasafninu á Siglufirði. 
Lesa meira

Norrænir styrkir

Nú og á næstu vikum er umsóknarferli í gangi hjá ýmsum norænum sjóðum og stofnunum. Um er að ræða ferðastyrki, styrki til skólasamstarfs, styrki til menningarsamstarfs, styrki til verkefna með börnum og unglingum eða öðru. 
Lesa meira

Söng og hæfileikakeppni frestað

Því miður þurfum við að fresta keppninni um viku vegna forfalla. Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að gera þetta með svona stuttum fyrirvara en það er samt sem áður óhjákvæmilegt. 
Lesa meira

Rafrænar viðvaranir til lánþega. Aukin opnun á Siglufirði.

Í byrjun árs hóf bókasafnið að senda út rafrænar viðvaranir til lánþega ef skiladagur á safnefni var að nálgast. Þetta hefur gengið vonum framar og vonandi líkar notendum bókasafnsins þessi þjónusta. 
Lesa meira

Undirritun samnings vegna viðbyggingar við grunnskólann Norðurgötu.

Líkt og áður hefur komið hér fram á heimasíðunni átti Tréverk ehf. á Dalvík lægsta tilboð í framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu á Siglufirði. 
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar bæjarlistamaður 2014

Formleg útnefning á bæjarlistamanni Fjallabyggðar fyrir árið 2014 fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í gær. Líkt og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni hlaut Leikfélag Fjallabyggðar útnefninguna. Í greinargerð með tilnefningunni sagði m.a. annars; 
Lesa meira

Menningarstyrkir Fjallabyggðar 2014

Úthlutun menningarstyrkja Fjallabyggðar fyrir árið 2014 var formlega tilkynnt í gær við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg. 
Lesa meira

Viðurkenning til Útsvarsliðs Fjallabyggðar

Á samkomu sem haldin var í Tjarnarborg í gær og útnefning á bæjarlistamanni Fjallabyggðar fór fram ásamt því sem menningarstyrkir fyrir árið 2014  voru afhentir var jafnframt veitt viðurkenning til Útsvarsliðs Fjallabyggðar. 
Lesa meira

Kvikmyndahátíð frá Hong Kong í Listhúsinu í Ólafsfirði

Hong Kong Independent Film Festival in North Iceland. Nú í febrúar munu Listhúsið í Ólafsfirði og Sjónlistamiðstöðin á Akureyri standa fyrir kvikmyndahátíð með myndum frá Hong Kong. 
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar - útnefning í dag

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur valið  Leikfélag Fjallabyggðar sem bæjarlistamann/hóp Fjallabyggðar 2014.Útnefningin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, fimmtudaginn 23. janúar kl. 18:00. 
Lesa meira