Fréttir & tilkynningar

Lágheiði

Markaðs- og kynningarfulltrúi hafði samband við Vegagerðina til að kanna hvenær við gætum vænst þess að Lágheiðin verði mokuð. Margir Ólafsfirðingar hafa látið sig dreyma að skreppa aðeins í vesturbæinn á skíði yfir páskanna eða í heimsókn til fölskyldu án þess að þurfa að keyra í þrjá klukkutíma og það sama á eflaust við um Siglfirðinga þó að þeir þurfi ekki að sækja  til Ólafsfjarðar á skíði. Eftirfarandi svar barst frá Vegagerðinni.
Lesa meira

Bergþór Morthens bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Menningarnefnd hefur valið Bergþór Morthens myndlistarmann á Siglufirði, bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2010. Þetta er í fyrsta sinn sem bæjarlistamaður Fjallabyggðar er valinn og mun sérstök viðhöfn fara fram eftir páska í Ráðhúsinu, þar sem bæjarlistamaður verður heiðraður.
Lesa meira

Bergþór Morthens sýnir í Mosfellsbæ

Laugardaginn 27. mars mun Bergþórs Morthens, opna sýningu sína  Jón Sigurðsson, í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 24. apríl.
Lesa meira

Skíðamót Íslands haldið á Dalvík og Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Dalvíkur eru mótshaldarar á Skíðamóti Íslands 2010, sem haldið er núna um helgina 26. - 29. mars. Til að gera umgjörð mótsins flottari og veglegri þá ætlar Fjallabyggð að draga íslenska fánann að húni í bænum þá daga sem keppt er á mótinu. Mótshaldarar hvetja bæjarbúa til að gera slíkt hið sama. Nánari upplýsinga um mótið er að finna á heimasíðu mótsins.
Lesa meira

Aðalfundur Leifturs

Aðalfundur Íþróttafélagsins Leifturs verður haldinn kl. 20:00 í kvöld, miðvikudaginn 24. mars í UÍÓ húsinu við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði.
Lesa meira

Aðilar í Fjallabyggð fá styrki frá Menningarráði Eyþings

Það er gleðilegt að segja frá því að sex styrkir frá Menningarráði Eyþings fóru í verkefni sem sveitarfélagið, einstaklingar og félög í Fjallabyggð fengu. Eftirtaldir aðilar og verkefni fengu styrk:  
Lesa meira

Umsóknir frá félögum og félagasamtökum um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta

Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa í Fjallabyggð. Umsóknarfrestur er til 6. apríl.
Lesa meira

Unglingameistarmót á skíðum haldið á Siglufirði

Unglingameistaramót Íslands 2010 á skíðum var sett á í kvöld fimmtudag 18. mars í Siglufjarðarkirkju. Mótshaldari er Skíðaráð Reykjavíkur. Mótið var flutt til Siglufjarðar með stuttum fyrirvara vegna snjóleysis í Reykjavík. Skráðir eru 135 keppendur í alpagreinum og skíðagöngu. Dagskrá mótsins má finna hér.
Lesa meira

Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Siglufjarðar vinnur til verðlauna

Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Siglufjarðar vann til verðlauna sl. laugardag í "uppskerukeppni Tónlistarskóla" á Norður- og Austurlandi sem haldin var á Akureyri. Þar með vann sveitin sér inn rétt til að keppa í úrslitum sem fram fara í Reykjavík 27. mars nk.
Lesa meira